Ef þú ert ekki búin/n að ákveða hvað á að vera í jólamatinn og vilt helst elda frekar einfaldan mat, þá er þessi rifjasteik fyrir þig.
Hráefni:
3 kg rifjasteik (prime rib) með beini og bundin með snæri eins og sýnt er hér fyrir neðan
2 1/2 tsk. sjávarsalt
1/2 msk. svartur pipar
1 tsk. ferskt rósmarín eða 1/2 tsk. þurrkað
1/2 tsk. ferskt timjan eða 1/4 tsk. þurrkað
6 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir (ekki nota hvítlaukspressu)
3 msk. ólífuolía
Aðferð:
Stráið 2 teskeiðum af salti yfir allt kjötið. Pakkið kjötinu í plastfilmu og leyfið því að hvíla í 3 klukkustundir við stofuhita. Hitið ofninn síðan í 250-260°C og komið grind fyrir í neðri part ofnsins. Blandið 1/2 teskeið af salti, pipar, rósmarín, timjan, hvítlauk og olíu saman í skál. Takið kjötið úr plasti og nuddið kryddblöndunni yfir allt kjötið. Setjið kjötið í steikingarpott eða fat með beinin niður og setjið kjöthitamæli, ef þið eigið svoleiðis, í þykkasta part kjötsins. Bakið í 15 mínútur. Lækkið hitann í 160°C og steikið í 5-6 mínútur per kíló ef þið viljið rare, 6-7 mínútur per kíló ef þið viljið medium rare og 7-8 mínútur per kíló ef þið viljið medium. Færið á skurðarbretti og klæðið lauslega með álpappír og leyfið kjötinu að hvíla í hálftíma áður en það er skorið.