Fasteignafréttir, kaup, sala og leiga, og hvernig fólk býr og innréttar heima hjá sér eru sívinsælar greinar.
Fókus birtir reglulega slíkar greinar og hér eru þær 10 mest lesnu á árinu sem er að líða.
Sólrún Diego, hreingerningarsnappari og metsölubókarhöfundur, og Frans Veigar Garðarsson, kærasti hennar, keyptu nýverið einbýlishús í Mosfellsbæ.
Feðgarnir Símon I. Kjærnested og sonur hans, Stefán Kjærnested, sem reka fyrirtækið Leiguherbergi ehf. settu glæsilega fasteign að Sólvallagötu 10 í Reykjavík í sölu.
Lýður Guðmundsson, annar eigandi Bakkavarar, keypti eitt dýrasta einbýlishús landsins, Skildinganes 44, Reykjavík.
Bakkavararbróðir kaupir eitt dýrasta hús landsins – Sjáðu myndirnar
Hjónin Halla Tómasdóttir forstjóri B Team og Björn Skúlason viðskiptafræðingur settu glæsilegt einbýlishús sitt að Sunnubraut í Kópavogi á sölu, en fjölskyldan er flutt til New York.
Halla og Björn selja glæsilegt einbýlishús – Sjáðu myndirnar
Guðni Ágústsson, fyrrverandi ráðherra, og eiginkona hans Margrét Hauksdóttir settu glæsilega íbúð sína í Skuggahverfinu á sölu.
Guðni og Margrét selja lúxusíbúðina í Skuggahverfinu – Sjáið myndirnar
Ólafur Geir Jónsson, eða Óli Geir líkt og flestir þekkja hann, setti einbýlishús sitt í Reykjanesbæ á sölu.
Óli Geir setur einbýlishúsið á sölu Tígrisdýraveggfóður og sérsmíðaðar innréttingar Sjáðu myndirnar
Frosti Gnarr, hönnuður og listamaður, og Erla Hlín Hilmarsdóttir, verslunarstjóri Aftur fataverslunar, settu íbúð sína á Laugavegi í sölu.
Frosti Gnarr og Erla Hlín selja í miðbænum – Sjáðu myndirnar
8 herbergja einbýlishús á Mallorca, með verðmiða sem er ekki fyrir alla, kom í sölu.
Íslensk fasteignasala með spænska lúxusvillu til sölu: Verðmiðinn ekki fyrir alla
Eigendur Happie Furniture, Hafsteinn Helgi Halldórsson og Guðrún Agla Egilsdóttir settu glæsilegt einbýlishús sitt við Hafravatn á sölu. Náttúra og dýralíf umlykur húsið.
Hafsteinn Helgi og Guðrún Agla selja Hamingjuhöllina við Hafravatn
Lóa Pind Aldísardóttir fréttamaður setti íbúð sína á Nýlendugötu á sölu.
Einnig má nefna grein eins og þá hér fyrir neðan, þar sem 5 dýrustu eignirnar í Reykjavík eru skoðaðar, en slíkar greinar eru ávallt vinsælastar lestrar.
Við skoðuðum 5 dýrustu einbýlishúsin á höfuðborgarsvæðinu í lok október.
5 dýrustu einbýlishúsin á höfuðborgarsvæðinu í dag – Sjáðu myndirnar