fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Fókus

Pálmar kannaði hvernig ungir strákar sjá stelpur í íþróttum: „Við getum haft áhrif á hugarfar ungra drengja til frambúðar“

Tómas Valgeirsson
Fimmtudaginn 20. desember 2018 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvernig bregðast ungir körfuboltadrengir við þegar þeir fá körfuboltaspjald með mynd af konu? Þetta er spurningin sem Pálmar Ragnarsson þjálfari varpar fram en hann birti myndband á samskiptamiðlinum Instagram þar sem hann framkvæmdi tilraun í tengslum við ímynd stráka gagnvart íþróttakonum.

Pálmar þjálfar yngri flokka Vals í körfubolta og hefur einnig haldið fyrirlestra um þjálfun barna sem hafa slegið í gegn. Hann er alltaf að finna leiðir til að breyta hugarfari krakkanna og það nýjasta var að sýna strákunum að konur eru líka góðar í íþróttum.

Hann ákvað að gefa strákunum sem hann þjálfar körfuboltaspjöld með myndum af konum og velti fyrir sér hvort þeir myndu bregðast öðruvísi við en þegar þeir fá mynd af karli eins, og þeir eru vanir, eða hvort þeim þætti ekkert athugavert við þetta.

„Ég trúi svo einlægt á það að ef ungir strákar fá þessi skilaboð um að konur og karlar séu jafnflott í íþróttum, í gegnum barnæskuna, í gegnum unglingsaldurinn, þá ölum við upp íþróttafólk sem ber jafnmikla virðingu fyrir konum og körlum,“ segir Pálmar í myndbandinu.

„Við getum haft áhrif á hugarfar ungra drengja til frambúðar einfaldlega með því hvernig við tölum um hlutina. Tölum markvisst um íþróttir kvenna af virðingu við alla drengi sem æfa íþróttir, bæði börn og unglinga.“

Útkomuna má sjá í myndbandinu hér fyrir neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hannes Hólmsteinn opnar sig um sambúðina í Brasilíu – 47 ára aldursmunur

Hannes Hólmsteinn opnar sig um sambúðina í Brasilíu – 47 ára aldursmunur
Fókus
Í gær

Fékk þær erfiðu fréttir að hann yrði líklega ófrjór eftir meðferðina – „Við fengum einn mánuð til að reyna“

Fékk þær erfiðu fréttir að hann yrði líklega ófrjór eftir meðferðina – „Við fengum einn mánuð til að reyna“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna

Tilnefningar til Writers Guild-verðlaunanna
Fókus
Fyrir 2 dögum

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur

14 merki þess að veitingastaðurinn er slæmur
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Einn af helstu kvikmyndahöfundum sögunnar og maður sem bjó til ný viðmið í sjónvarpi“

„Einn af helstu kvikmyndahöfundum sögunnar og maður sem bjó til ný viðmið í sjónvarpi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“

„Það er þjóðarharmur þegar heilt byggðarlag á Íslandi verður fyrir slíkum náttúruhamförum“