fbpx
Þriðjudagur 07.janúar 2025
Kynning

Verslunin Móðurást býður upp á allt fyrir ungbarnið – Hentugar gjafir í jólapakkann

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 21. desember 2018 08:00

Leikföng handa þeim allra yngstu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Verslunin Móðurást á sér merkilega forsögu en eigandinn, Guðrún Jónasdóttir, hóf árið 1992 að kaupa brjóstadælur og leigja þær út. „Ég eignaðist fyrirbura 1987 og upp úr því stofnuðum við nokkur stuðningshóp fyrir fyrirburaforeldra og þá áttaði ég mig á því að þetta vantaði. Ég fór því að kaupa mjaltavélar dýrum dómum og leigja þær út,“ segir Guðrún.

Hér var því um sannkallaða frumkvöðlastarfsemi að ræða sem rekin var af hugsjón. „Svona var enginn að gera á Íslandi og ég gerði mér fljótt grein fyrir því að það vantaði mikið upp á þjónustuna við mæður nýfæddra barna.“

Starfsemin tók smám saman að vaxa og breikka og Guðrún fór að selja ýmsan skyldan varning. Fyrst var hún bara með þetta heima hjá sér en árið 2002 stofnaði hún verslunina Móðurást sem í dag er bæði verslun við Laugaveg 178 og vefverslun.

Í versluninni fást ýmsar ungbarnavörur, sem henta vel fyrir börn frá fæðingu fram á annað ár, allt frá snuðum, leikföngum og fatnaði, til Silvercross-barnavagna og kerra, svo eitthvað sé nefnt. Þroskaleikföng frá Lamaze og Chicco eru vinsæl til jólagjafa. Dúkkan Lottie er einnig vinsæl fyrir eldri börn, hún er í réttum stærðarhlutföllum og einnig fæst fjöldi fylgihluta fyrir hana.

Fyrir mæður með börn á brjósti fæst mikið úrval af undirfatnaði, auk þess sem mjaltavélar og ungbarnavogir eru leigðar út.

„Ég veiti líka brjóstagjafarráðgjöf fyrir konur sem þurfa á slíku að halda en ég er menntaður brjóstagjafarráðgjafi. Sérhæfing mín felst í þessu ásamt því að ég sel allt sem snertir brjóstagjöf, allt sem gæti þurft við mismunandi aðstæður við brjóstagjöf,“ segir Guðrún, sem segir starfið mjög gefandi og hún sé lánsöm að fá að starfa við áhugamál sitt og hugsjón, ekki séu allir svo heppnir.

Móðurást er við Laugaveg 178, við hliðina á gamla útvarpshúsinu, síminn er 564-1451, heimasíðan: modurast.is og netfangið modurast@modurast.is

Opnunartími er mánudaga–föstudaga frá kl. 11 til 18 og laugardaga frá 12 til 16. Laugardaginn 22. desember og sunnudaginn 23. desember er opið kl. 12–18.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
06.06.2024

Frumsýning – Nýr Škoda Kodiaq

Frumsýning – Nýr Škoda Kodiaq
Kynning
14.05.2024

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla

Vodafone gerir tímamótasamning um internettengingar í bíla
Kynning
29.03.2024

„Sauna hækkar hjartsláttinn, eykur vellíðan, þú sefur betur. Saunað hreinsar allt út“

„Sauna hækkar hjartsláttinn, eykur vellíðan, þú sefur betur. Saunað hreinsar allt út“
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
23.01.2024

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea

Tífalt meira magn af „bótoxi jurtaríkisins“ í nýju serumi frá Nivea
Kynning
28.12.2023

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr

Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 243.500kr