fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Matur

Ketó ís á aðfangadag: „Besti ís sem ég hef smakkað“

Ketóhornið
Fimmtudaginn 20. desember 2018 14:00

Halla Björg Björnsdóttir sér um Ketóhornið á matarvef DV.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú er örstutt til jóla og því fannst mér tilvalið að deila með lesendum matarvefs DV uppskrift að lágkolvetna ís, eða svokölluðum ketó ís. Hann er algjörlega geggjaður – besti ís sem ég hef smakkað.

Ketó ís

Hráefni:

Ljúffengur ís.

60 g smjör
2 bollar rjómi
1/3 bolli sæta
4 eggjarauður
2 tsk vanilludropar / Stevía
2/3 bolli ristaðar pekanhnetur

Aðferð:

Smjörið brætt á pönnu yfir meðalhita og því leyft að brúnast aðeins. Hiti lækkaður. Rjómanum hellt saman við á pönnunni sem og sætunni. Leyfið sætunni að bráðna út í rjómann. Galdurinn við ísinn er að leyfa rjómanum og sætuefninu að sameinast á pönnunni á vægum hita. Þeytið eggjarauður og stevíu saman í skál. Hellið smjörblöndunni á pönnunni í hrærivélaskál og blandið rauðunum hægt saman við ísinn um leið og hann þeytist. Blandið pekanhnetum saman við í lokin. Hellið blöndunni í form og frystið. Hrærið í ísnum áður en hann frýs alveg svo hneturnar endi ekki allar á botninum.

Ég nota Monkfruit sætuna þar sem hún er laus við þetta kalda eftirbragð sem fylgir flestum lágkolvetnasætuefnum, en það má að sjálfsögðu nota Sukrin Gold eða Sweet Like Sugar í staðinn. Monkfruit sætan, eða múnkasæta, var fundin upp af asískum búddamunkum sem kölluðu sig Luohan. Hún er unnin úr svokölluðum Monkfruit sem er rómaður fyrir sætleika sinn. Sætan er blanda af ávextinum og Erythritol og líkust ekta sykri að mínu mati.

Monkfruit sætan.

Ég nota þessa Stevíu dropa en einnig má nota vanillustöng í staði vanilludropa og setja út í rjómablönduna á pönnunni.

Stevía.

Þá má svo að sjálfsögðu nota í grunninn í alls konar ís og nota til dæmis ber. Best er að nota hindber, brómber eða jarðarber í hófi, en þau ber hafa minnst af kolvetnum. Ég fæ mér í mesta lagi fimm, sex í einu þegar ég leyfi mér.

Gleðileg jól!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
25.06.2024

Domino’s býður upp á nakta pizzu

Domino’s býður upp á nakta pizzu
Matur
22.06.2024

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar

Þetta eru augljós merki þess að veitingastaður er skítugur og þú ættir EKKI að borða þar
Matur
03.04.2024

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna

Svona áttu að haga þér við matarinnkaupin – 10 siðareglur stórmarkaðanna
Matur
01.04.2024

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík

Tveir veitingastaðir koma nýir á listann yfir þá 10 bestu í Reykjavík
Matur
10.01.2024

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi

Þjóðarréttur Íslendinga valinn sá versti í heimi
Matur
27.12.2023

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram

Guðfaðir „ristaðs brauðs með avókadó“ látinn langt fyrir aldur fram
Matur
06.12.2023

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi

Pylsutilboðið vinsæla hjá Costco er dýrast á Íslandi
Matur
05.12.2023

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkar í þriðja sinn á rúmum tveimur árum