fbpx
Fimmtudagur 25.júlí 2024
Fréttir

Starfsmenn Kornsins fengu uppsögn í jólagjöf

Tómas Valgeirsson, Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 19. desember 2018 20:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óvissa virðist ríkja um framtíð bakarískeðjunnar Kornsins. Starfsmenn minnst eins útibús keðjunnar hafa fengið upplýsingar um að búið sé að loka útibúinu og ekki standi til að opna það aftur. Er það útibú Kornsins að Fitjum í Reykjanesbæ. Þá hefur DV upplýsingar um að öllum útibúunum, tólf talsins, verði lokað en tekið skal fram að ekki hefur náðst í forsvarsmenn keðjunnar til að fá þetta staðfest.

Útibú Kornsins eru tólf á höfuðborgarsvæðinu og er eitt til staðar í Njarðvík en hjá fyrirtækinu starfa hátt í 90 starfsmenn. Í haust lét Helga Kristín Jóhannsdóttir, þáverandi framkvæmdastjóri Kornsins, loka þremur útibúum sökum fjárhagslegrar endurskipulagningar. Útibúin voru í Garðabæ, Breiðholti og við Lækjargötu.

DV náði sambandi við Helgu Kristínu og sagðist hún ekki lengur vera framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Vildi hún ekki svara neinum spurningum og gaf ekki upplýsingar um hver væri núverandi framkvæmdastjóri.

„Ég þarf að kanna minn rétt“

Þá hafði DV samband við Karen Ósk Árnadóttur, starfsmann Kornsins að Fitjum í Reykjanesbæ. Karen segir að starfsfólk verslunarinnar hafi fengið símtal í gærkvöld þar sem því var tilkynnt um lokunina og að það ætti ekki að mæta til vinnu í dag.

„Þetta er ansi lítill fyrirvari, ég átti að vinna á fimmtudag og föstudag, svo fær maður bara símtal um að öllu sé lokað. Okkur var sagt að við fengjum laun um næstu mánaðamót en ég held að ég eigi líka inni uppsagnarfrest. Ég þarf að kanna minn rétt með það,“ segir Karen.

Umsjónaraðili verslunarinnar Kornsins að Fitjum, ung kona sem vill ekki láta nafn síns getið, staðfesti að versluninni að Fitjum hefði verið lokað en vildi ekki tjá sig um aðrar lokanir eða stöðu fyrirtækisins.

Karitas Rós Einarsdóttir, rekstrarstjóri útibúa á höfuðborgarsvæðinu, vildi heldur ekki tjá sig um málið að svo stöddu. Hún gaf blaðamanni vilyrði um að hann fengi samband við framkvæmdastjóra vegna málsins en ekki hefur tekist að ná sambandi við þann aðila.

Uppfært: Kornið hefur hætt starfsemi

Samkvæmt frétt Morgunblaðsins í morgun hefur Kornið hætt allri framleiðslu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Snýr aftur heim
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Fjársöfnun hafin til stuðnings fjölskyldu Sigurðar – Tvö fötluð börn hans þurfa mikla ummönnun

Fjársöfnun hafin til stuðnings fjölskyldu Sigurðar – Tvö fötluð börn hans þurfa mikla ummönnun
Fréttir
Í gær

Tveir ókunnugir menn voru skráðir á heimili hennar – Ekki þarf að fá samþykki eiganda eignarinnar

Tveir ókunnugir menn voru skráðir á heimili hennar – Ekki þarf að fá samþykki eiganda eignarinnar
Fréttir
Í gær

Aftur reynt að brjótast inn í hraðbankann á Völlunum – „Peningahólfið er mjög rammgert“

Aftur reynt að brjótast inn í hraðbankann á Völlunum – „Peningahólfið er mjög rammgert“
Fréttir
Í gær

Mikið kókaín í sjónum við Ísland – Hákarlar verða blindir

Mikið kókaín í sjónum við Ísland – Hákarlar verða blindir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslensk hjón geta ekki selt húsið sitt vegna þess að ókunnugt fólk hefur skráð lögheimili sitt þar

Íslensk hjón geta ekki selt húsið sitt vegna þess að ókunnugt fólk hefur skráð lögheimili sitt þar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólga í íslenska jazzheiminum og ásakanir um karlrembu – „Ég veit enn ekki af hverju Sunnu Gunnlaugsdóttur er illa við mig“

Ólga í íslenska jazzheiminum og ásakanir um karlrembu – „Ég veit enn ekki af hverju Sunnu Gunnlaugsdóttur er illa við mig“