fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fréttir

Fer fram á miskabætur eftir að Barnaverndarnefnd tók af henni börnin

Tómas Valgeirsson
Miðvikudaginn 19. desember 2018 16:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fimm barna móðir hefur fengið umsjón yfir börnum sínum eftir að þau voru tekin frá henni af yfirvöldum Barnaverndarnefndar Hafnarfjarðarbæjar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Flosa H. Sigurðssyni, lögmanni hennar.

Móðirin, sem er af afgönskum uppruna, var handtekin í nóvember síðastliðinn vegna gruns um að hún væri ekki blóðmóðir barnanna. Þá voru börnin tekin frá henni og flutt í vist hjá fósturforeldrum.

Konan hyggst senda kvörtun til Persónuverndar að sögn Flosa á þeim forsendum að persónuupplýsingar um hana hafi verið veittar fréttamiðlinum Vísi. Mun hún jafnframt fara fram á miskabætur gegn þeim einstaklingum sem áttu aðild í því máli.

Einnig þykir líklegt að konan muni senda kvörtun til Barnaverndarnefndar vegna útfærslu þeirra í málinu.

Skúli Jónsson yfirlögregluþjónn staðfestir í samtali við RÚV að engar efasemdir séu um hvort börnin séu hennar eða ekki, en þau voru send aftur til móður sinnar í byrjun desembermánaðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pútín-skandall í Moskvu – Tík!

Pútín-skandall í Moskvu – Tík!
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Virknin í gosinu stöðug – Hraunið á bílastæði Bláa Lónsins enn á hreyfingu

Virknin í gosinu stöðug – Hraunið á bílastæði Bláa Lónsins enn á hreyfingu