Tæpum 12 milljónum króna var úthlutað í 31 styrk til þýðinga á íslensku, í seinni úthlutun ársins. Alls bárust 56 umsóknir og sótt var um rúmar 47 milljónir króna. Fjölgun umsókna var jafnt í flokki skáldverka og myndríkra barna- og ungmennabóka.
79% landsmanna finnst mikilvægt að láta þýða erlendar bækur á íslensku
Stöðug fjölgun umsókna um styrki til þýðinga á íslensku
Heildarfjöldi umsókna um styrki til þýðinga á íslensku á árinu var alls 93, sem er nokkur aukning frá 2017, þegar heildarfjöldinn var samtals 87. Þetta er metfjöldi umsókna um styrki til þýðinga á íslensku til Miðstöðvar íslenskra bókmennta, ef frá er talið árið 2008, en þá bárust 97 umsóknir í þessum flokki á árinu öllu.
Viljum lesa nýjar erlendar bækur í íslenskri þýðingu
Í könnun sem Miðstöð íslenskra bókmennta lét gera fyrir stuttu kemur fram að 79.1% landsmanna finnst mikilvægt að þýða nýjar erlendar bækur á íslensku. Það er greinilega mikil eftirspurn eftir þýddum bókum enda hefur heildarúthlutun til þýðinga á íslensku aldrei verið hærri, eða tuttugu milljónir.
Þýtt úr ensku, þýsku, spænsku, kínversku, ítölsku, frönsku, arabísku o.fl.
Hlutverk þýðenda erlendra bókmennta á íslensku er afar mikilvægt því þeir gera lesendum kleift að lesa erlendar bækur á móðurmálinu og opna þannig glugga til annarra menningarheima. Þýðendur bókanna sem hlutu styrki að þessu sinni eru flestir þaulreyndir og hafa margir hlotið verðlaun og viðurkenningar. Þýtt verður úr ensku, þýsku, spænsku, kínversku, ítölsku, frönsku, arabísku og fleiri tungumálum.
Meðal verka sem hlutu þýðingastyrki í þessari úthlutun eru:
Mikilvægt að styðja við barna- og ungmennabækur
Börn og ungmenni þurfa að hafa aðgang að fjölbreyttum og spennandi bókum og leika þýðendur mikilvægt hlutverk í að tryggja aðgengi þeirra að góðu erlendu lesefni á íslensku. Umsóknir um styrki til þýðinga barna- og ungmennabóka voru alls 22 í þessari úthlutun og nú voru í annað sinn veittir styrkir til þýddra, vandaðra, myndríkra barna- og ungmennabóka og bárust 17 umsóknir.
Meðal myndríkra barna- og ungmennabóka sem hljóta styrki nú eru:
Heildarúthlutun á árinu 2018 til þýðinga á íslensku var 20 milljónir króna til 50 þýðingaverkefna, en auglýst er tvisvar á ári eftir umsóknum, í mars og nóvember. Heildaryfirlit yfir þýðingastyrki á íslensku allt árið 2018, sem og fyrri ár, má finna hér.