Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Haft er eftir Halldóri Benjamín Þorbergssyni, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, að þetta séu verstu væntingar stjórnenda síðan efnahagsuppsveiflan hófst. Fyrirtækin hafi verið að bæta við sig starfsfólki allt frá því kreppan var dýpst 2009 en nú séu ákveðin vatnaskil að verða.