Eftir að José Mourinho var rekinn frá Manchester United í morgun velta stuðningsmenn félagsins fyrir sér hver tekur við eftir tímabilið.
Fastlega er búist við því að Michael Carrick verði stjóri United til loka tímabils, eða þar til nýr stjóri verður ráðinn til frambúðar.
Mourinho stýrði United í tvö og hálft ár en United mun ráða stjóra til framtíðar næsta sumar.
Margir koma til greina en Ed Woodward, stjórnarformaður United þarf að taka rétta ákvörðun.
Hér að neðan er könnun um þá sem eru líklegastir, hver á að taka við að þínu mati?