fbpx
Mánudagur 06.janúar 2025
Pressan

„Lína Langsokkur“ skýrir frá leyndarmálinu eftir 50 ár – „Hann meig á mig“

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 18. desember 2018 07:02

Inger Nilsson í hlutverki Línu. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flestir kannast væntanlega við Línu Langsokk sem er ein þekktasta persónan úr smiðju hins ástsæla barnabókahöfundar Astrid Lindgren. Það var Inger Nilsson sem gæddi Línu lífi á skjánum en hún lék hana í sjónvarpsþáttum fyrir tæpri hálfri öld en hún er 59 ára í dag.

Fastur fylgisveinn Línu var apinn hr. Nilson en samband þeirra var ekki alltaf upp á það besta. Þessu skýrði Inger nýlega frá í fyrsta sinn.

„Hann (hr. Nilson, innskot blaðamanns) virðist vera virkilega sætur og góður en eiginlega var hann bara góður við fjölskylduna sem átti hann. Ég held að honum hafi liðið illa á tökustað.“

Sagði hún í samtali við Expressen. Hún sagði að apinn hafi greinilega verið mjög spenntur á meðan á tökum stóð og hafi liðið illa. Ástandið var svo slæmt um hríð að framleiðendurnir ákváðu að binda apann fastan við Inger til að hann gæti ekki stungið af. Þetta sáu áhorfendur ekki því bandið var hulið undir peysu apans.

Inger sagði að eftir á að hyggja hafi ekki verið farið vel með apann enda hafi viðbrögð hans verið ofsafengin. Hann hafi „bitið, mígið og skitið“ á hana við hvert tækifæri.

En samband hennar og annarra við hestinn, sem var notaður við upptökurnar, var mun betra og varð til þess að Inger fékk sér síðar hest.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Maðurinn í Teslunni: Konan fór frá honum um jólin vegna gruns um framhjáhald

Maðurinn í Teslunni: Konan fór frá honum um jólin vegna gruns um framhjáhald
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nóbelsverðlaunahafi segir auknar líkur á að gervigreind útrými mannkyninu

Nóbelsverðlaunahafi segir auknar líkur á að gervigreind útrými mannkyninu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta hefur aspasspákonan að segja um árið 2025

Þetta hefur aspasspákonan að segja um árið 2025
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skoskur grínisti sturlaðist á bandarískum flugvelli

Skoskur grínisti sturlaðist á bandarískum flugvelli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Árásarmaðurinn fæddur og uppalinn í Bandaríkjunum og þjónaði í hernum – Lögregla skoðar möguleg tengsl við ISIS

Árásarmaðurinn fæddur og uppalinn í Bandaríkjunum og þjónaði í hernum – Lögregla skoðar möguleg tengsl við ISIS
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dularfulla brúin í Skotlandi – Af hverju stökkva hundar í dauðann þegar þeir koma að henni?

Dularfulla brúin í Skotlandi – Af hverju stökkva hundar í dauðann þegar þeir koma að henni?