Lögmaður þingmannanna, Reimar Snæfells, fór fram á að upptökur úr eftirlitsmyndavélum verði rannsakaðar til að varpa frekara ljósi á málið. Með því má að hans sögn sjá hvernig Bára hafi haldið upptökunni leyndri frá þingmönnum, hvaða aðferðum hún beitti og hversu mikill ásetningur hennar var. Fréttablaðið skýrir frá þessu.
Þegar Fréttablaðið ræddi við Báru í gærkvöldi sagði hún daginn hafa tekið á en hún væri hamingjusöm. Hún sagði það hafa verið fallega sjón hversu margir mættu til að sýna henni stuðning.
„Nei, ég bjóst svo sem ekki við að þessir menn myndu láta sjá sig. Er það ekki pínu stíllinn í dag að nenna ekki að mæta þessa dagana?“
Sagði Bára um fjórmenningana úr Miðflokknum. Hún sagðist ekki vera smeyk og bíði bara áhugasöm eftir niðurstöðu dómarans.