fbpx
Sunnudagur 06.apríl 2025
Pressan

Þetta er fjöldi rekkjunauta hinna mismunandi kynslóða

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 18. desember 2018 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt nýrri könnun EuroClinix er töluverður munur á fjölda rekkjunauta fólks af hinum ýmsu kynslóðum. Niðurstöðurnar benda til að það sé rétt sem sumir segja að nýjar kynslóðir verði sífellt frjálslyndari þegar kemur að kynlífi.

Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar hefur fólk, sem er nú 23 til 37 ára, átt 11,6 rekkjunauta að meðaltali fram að þessu. Hjá körlum er meðalfjöldi rekkjunauta 10,8 og hjá konum 13,4.

Kynslóðin, sem er nú á aldrinum 38 til 53 ára, hefur að meðaltali átt 13,1 rekkjunaut. Hjá körlum er meðaltalið 16,1 rekkjunautur en hjá konum er það 10,1.

Kynslóðin, sem er fædd eftir 1995, hefur nú þegar átt 5,6 rekkjunauta að meðaltali. Hjá körlunum er meðaltalið 7,6 rekkjunautar en hjá konunum er það 2,6.

Þrátt fyrir að fjöldi rekkjunauta virðist fara fjölgandi hjá hverri kynslóð þá hafa hugmyndir fólks um hæfilegan fjölda rekkjunauta ekki breyst að því er segir í umfjöllun Daily Mail. Samkvæmt könnun sem IllicitEncouters.com vefsíðan gerði voru bæði kynin sammála um að 12 rekkjunautar væri hinn fullkomni fjöldi rekkjunauta. Fólk sagði að þessi fjöldi rekkjunauta sýndi að fólk væri „ævintýragjarnt í kynlífi og frjálslynt“. Þeir sem hafa átt færri en 10 rekkjunauta eru hins vegar sagðir „of íhaldssamir“ og „óreyndir í kynlífi“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Ætlar þú að fá þér hvolp? Þetta þarftu þá að hafa klárt

Ætlar þú að fá þér hvolp? Þetta þarftu þá að hafa klárt
Pressan
Í gær

Þessi störf auka hármissi

Þessi störf auka hármissi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Flugfarþegar hvattir til að kaupa ekki ferðatöskur í þessum litum

Flugfarþegar hvattir til að kaupa ekki ferðatöskur í þessum litum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fór inn á kvennaklósett og var handtekin

Fór inn á kvennaklósett og var handtekin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Borgarstjóri segir af sér eftir skelfileg mistök – Sendi vafasamt myndband á ranga manneskju

Borgarstjóri segir af sér eftir skelfileg mistök – Sendi vafasamt myndband á ranga manneskju
Pressan
Fyrir 3 dögum

Myrti meðleigjanda sinn og hlutaði líkið í sundur – Dreifði síðan líkamshlutunum um Manchester

Myrti meðleigjanda sinn og hlutaði líkið í sundur – Dreifði síðan líkamshlutunum um Manchester