fbpx
Mánudagur 20.janúar 2025
Fókus

Vertu með í jóladagatali HIITFIT – Gefðu bestu gjöfina í dag

Sara Barðdal Þórisdóttir
Þriðjudaginn 18. desember 2018 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sara Barðdal Þórisdóttir er ÍAK einkaþjálfari, heilsumarkþjálfi og stofnandi hiitfit.is. Hún hjálpar konum að verða heilsuhraustari og hamingjusamari í gegnum námskeið og þjálfanir á vegum hiitfit.is 

Í desember er jóladagatal á síðunni þar sem þú færð hugmyndir af stuttum og raunsæjum skrefum til þess að halda líkamlegri og andlegri heilsu í góðu jafnvægi fram að jólum – og inn í nýja árið.

Glugginn fyrir 15. desember bauð upp á góða reglu:

Það er hollt, gott og mikilvægt að hugsa um okkur sjálf og sérstaklega á þessum tíma í desember þar sem álagið verður oft mikið. En þetta er ekki síður tími sem getur verið erfiður fyrir marga og því er mikilvægt að láta gott af sér leiða. Í dag viljum við einmitt hvetja þig til þess að gera það.

Þú getur ákveðið að styrkja einhverja góðgerðarstarfsemi sem þér er hugleikin og viljum við sérstaklega minna á þann möguleika að fara með gjöf undir tréð í Kringlunni. Fáðu endilega börnin með þér, veljið gjöf og pakkið inn saman enda er þetta bæði skemmtileg og góð leið til þess að sýna hversu mikilvægt það er að aðstoða aðra með því sem maður getur lagt af mörkum. Upphæðin þarf ekki að vera há og gjöfin þarf ekki að vera dýr, þetta er spurning um hugarfarið og að hjálpa á þann hátt sem maður getur.

Og afhverju viljum við hvetja þig til þess í dag? Jú, við viljum búa í samfélagi þar sem við hjálpum hvert öðru, finnum samstöðu og sýnum góðvild. Því er mikilvægt að við hjálpumst öll að við það að skapa þetta samfélag sem við viljum búa í, þar sem við höfum kærleik, samkennd og virðingu fyrir hvort öðru að leiðarljósi. Og besta leiðin til þess að gera það er að leggja okkar að mörkum og breiða þann boðskap áfram.

Skrá má sig í jóladagatalið hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

HM-stemning hjá Íslensku Klíníkinni – Fríður hópur lagður af stað til Zagreb

HM-stemning hjá Íslensku Klíníkinni – Fríður hópur lagður af stað til Zagreb
Fókus
Fyrir 3 dögum

Karlmaður sem tók þátt í kynlífsmaraþoni Bonnie Blue stígur fram – Myndefni vekur óhug

Karlmaður sem tók þátt í kynlífsmaraþoni Bonnie Blue stígur fram – Myndefni vekur óhug