Það er gaman að gleyma sér á Pinterest og skoða hvað sem hugurinn girnist. Við fundum þessa mjólkurköku á Pinterest en hún nýtur gríðarlegra vinsælda á samskiptamiðlinum og hefur verið pinnuð tæplega 240 þúsund sinnum, þar af sjötíu þúsund sinnum síðasta mánuðinn.
Hér er um að ræða einfalda köku, frá vefsíðunni Taste of Home, sem búin er til úr sjö hráefnum sem flestir eiga heima við.
Hráefni:
4 stór egg
2 bollar sykur
1 tsk. vanilludropar
2¼ bolli hveiti
2¼ tsk. lyftiduft
1¼ bolli léttmjólk
10 msk. smjör, skorið í teninga
Aðferð:
Hitið ofninn í 175°C og takið til kökuform sem er sirka þrjátíu sentímetrar að lengd. Smyrjið formið. Þeytið eggin í um fimm mínútur eða þar til þau þykkna og eru sítrónugul. Bætið sykri smátt og smátt saman við og hrærið vel. Blandið vanilludropum saman við og því næst hveiti og lyftidufti. Hitið mjólk og smjör í potti yfir meðalhita þar til smjörið er bráðnað. Blandið smjörblöndunni varlega saman við deigið þar til allt er blandað saman. Hellið í formið og bakið í 30 til 35 mínútur. Leyfið kökunni að kólna og berið svo fram.