fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Fókus

Kata Gunnars: Jólagjöf dótturinnar tvöfaldaðist í verði í Hagkaup – „Heppin ég að hafa keypt jólagjöfina í nóvember“

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 17. desember 2018 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kata Gunnarsdóttir var tímanlega í því í ár að versla jólagjafirnar og þar á meðal jólagjöfina til dótturinnar. Mánuði síðar sá hún að jólagjöfin hafði hækkað verulega í verði í Hagkaup, eða tvöfaldast í verði. Vakti hún athygli á þessu á Facebook-síðu sinni fyrir helgi og sýnir dæmið að gott er að vera vel á verði gagnvart vöruverði og hækkunum og láta vita ef/þegar vara hækkar óeðlilega í verði á stuttum tíma. Rétt er að taka fram að varan hefur lækkað aftur í Hagkaup eftir að færsla Kötu birtist.

„Fyrirkomulagið hjá okkur hefur verið þannig að í stað þess að börnin okkar skrifi óskalista, þá höfum við farið með þau í búðir. Þar benda þau á það sem þeim langar í, við tökum myndir af því og förum síðan yfir og veljum hvað á að gefa þeim,“ segir Kata í samtali við DV. „Þannig á ég yfirleitt nokkrar myndir til af verði yfir ákveðinn tíma.“

Einn af hlutunum á óskalista dótturinnar var Lego kassi, Friends fígúrurnar og heitir kassinn Vatnsgarður hjá Hagkaup og Hótelið í Heartlake hjá Toys R Us.

Kata keypti Legó kassann fimmtudaginn 15. nóvember þegar voru Tax-free dagar í Hagkaup, fullt verð var 11.999 kr., með Tax Free afslætti var það 9.676 kr.

„Þegar ég keypti kassann þá var hann búinn að seljast alla vega einu sinni upp á þessu verði, og ég var ekki tilbúin að missa af vörunni aftur ef ske kynni að hún kæmi ekki aftur fyrir jól. Hún selst aftur upp í það skipti sem ég kaupi hana,“ segir Kata. „Síðan kemur varan í þriðja sinn og þá er verðið orðið 22.999 kr. eða næstum tvöfalt hærra.

„Semsagt varan er tvisvar til sölu á 11.999 kr. og selst upp í bæði skiptin. Síðan í þriðja sinn sem hún kemur er verðið orðið 22.999 kr. Eina ástæðan fyrir að við tókum í raun eftir þessu er vegna þess að dóttir mín er búin að vera mjög dugleg að benda okkur á þetta,“ segir Kata, sem segist eiga fleiri kvittanir til, enda búin að versla ansi mikið af jólagjöfum undanfarið í Hagkaup. „Spurning um að fara að bera fleira saman við tækifæri.“

Varan mun vera ein sú allra vinsælasta á óskalista margra barna fyrir jólin í ár. Sem dæmi má nefna þá er hún merkt inni á heimasíðu Toyr R Us sem Christmas Hit. „Varan var uppseld þar um það leyti sem ég keypti hana í Hagkaup.“

Hækkaði líka í Toys R Us

Sama var uppi á teningnum í Toys R Us að þar hafði varan tvöfaldast líka í verði og vakti önnur kona athygli á því í Facebook-hópnum Mæðratips í lok nóvember. Varan var auglýst í jólabæklingi leikfangaverslunarinnar á 11.999 kr., en hafði síðan hækkað á vefsíðu hennar í 23.999 kr.

Skjáskot af Mæðratips.
Skjáskot Kötu af heimasíðu Toys R Us fyrir helgi

Samkvæmt bæklingnum þá eiga tilboð hans að gilda til 31.12.2018. Einhverjar vörur hans eru merktar sérstaklega með tilboði, meðan aðrar eru það ekki. Er þetta hins vegar fallið til að veita neytendum villandi upplýsingar, sem óheimilt er samkvæmt lögum:

Í lögum nr. 57/2005 um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu er að finna ýmis ákvæði um auglýsingar. Ákvæðin taka til auglýsinga og kynninga hvernig sem þær fara fram, til að mynda geta ákvæðin átt við um auglýsingar í hefðbundnum skilningi sem og upplýsingar á vefsíðu eða jafnvel símtöl og tölvupóstar. Eina skilyrðið er að um markaðssetningu sé að ræða í tengslum við vöru eða þjónustu. Meginreglan um auglýsingar er sú að óheimilt er að veita rangar, villandi eða ófullnægjandi upplýsingar. Í lögunum eru tilgreindar þær upplýsingar sem fram eiga að koma í auglýsingum, þó að teknu tilliti til þess auglýsingamiðils sem nýttur er. Upplýsingar sem veittar eru í auglýsingum geta talist villandi jafnvel þó þær séu efnislega réttar ef þær eru settar fram með villandi hætti. Þá mega auglýsingar ekki vera ósanngjarnar gagnvart neytendum eða keppinautum. (Tekið af heimasíðu Neytendastofu).

Verðlagsnefnd ASÍ vakti einnig athygli á færslu Kötu á Facebook-síðu sinni.

Í kjölfarið á birtingu færslu hennar á Facebook hafði Kata samband við bæði Hagkaup og Toys R Us, Hagkaup sendi hún Facebook skilaboð, sem var svarað nokkru seinna, en hún hringdi í Toys R Us.

„Ég var búin að senda Hagkaup skilaboð, en þeir voru ekki búnir að svara þegar þeir settu inn myndband af þessu Lego á Facebook-síðuna sína. Ég hringdi því um það klukkustund seinna og athugaði verðið og eru þeir búnir að lækka niður í 13.999 kr.“

Verðið var semsagt lækkað eftir að Kata vakti athygli á málinu á Facebook-síðu sinni, en áður en Hagkaup svaraði skilaboðum hennar á Facebook.

Hér má sjá svarið frá Hagkaup, sem segir mistök hafa ráðið verðlagningunni, sem þeir segjast alfarið taka á sig ásamt birgja.

Verðvernd í boði hjá Toys R Us

Toys R Us auglýsir Verðvernd á vörum keyptum hjá þeim, í henni felst að ef neytandi finnur vöruna ódýrari annars staðar eftir kaup á vörunni, þá jafnar Toys R Us verðið.

Skjáskot úr jólabæklingi Toys R Us

„Ég ákvað að hringja í Toys R Us út af þessari verðvernd sem þeir eru með. Talaði við mjög ungan kurteisan mann sem sagði að ef maður væri með mynd eða kvittun frá annarri verslun sem væri að selja þetta ódýrara þá myndu þeir annaðhvort selja þetta á því verði eða greiða mismuninn. Spurði síðan út í jólabæklinginn og þá sagðist hann halda að nákvæmlega þetta hús væri að fara á þessu auglýsta verði ef fólk kæmi með bæklinginn í búðina. Spurði hann síðan hvort þeir myndu ekki lækka þetta í búðunum hjá sér líka eins og Hagkaup, þá sagði hann að þeir myndu eflaust gera það,“ segir Kata.

Rétt er að ítreka að bæði Hagkaup og Toys R Us hafa aftur lækkað verðið á vörunni. Og kostar hún í dag 11.999 kr. skv. heimasíðu Toys R Us og 13.999 kr. í Hagkaup.

Skjáskot af vefsíðu Toys R Us 17.12.2018

Við minnum neytendur á að vera vakandi fyrir vöruverði, gera samanburð á milli verslana og vera á varðbergi gagnvart verðhækkunum. Sýnir reynsla Kötu vel að það margborgar sig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Nicole Kidman sögð ljúga um frægu ljósmyndina

Nicole Kidman sögð ljúga um frægu ljósmyndina
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dularfull dagsetningardeiling sjónvarpsstöðvanna veldur netverjum heilabrotum – „Hvað er í gangi? Samruni?“

Dularfull dagsetningardeiling sjónvarpsstöðvanna veldur netverjum heilabrotum – „Hvað er í gangi? Samruni?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jólalag Klöru verður einkennislag pakkasöfnunar í ár

Jólalag Klöru verður einkennislag pakkasöfnunar í ár
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sölvi hugrakkari, opnari og vinafleiri en áður – Flestir þögðu þegar stormurinn gekk yfir

Sölvi hugrakkari, opnari og vinafleiri en áður – Flestir þögðu þegar stormurinn gekk yfir