Í vor gaf Bjarni Hafþór Helgason út diskapakkann Fuglar hugans, 75 lög í flutningi margra af okkar fremstu söngvurum í nýjum útsetningum Þóris Úlfarssonar.
Fuglar hugans:Útgáfa 75 laga Bjarna Hafþórs orðin að veruleika
Og í anda jólanna þá gefur Bjarni Hafþór íslendingum jólagjöf, Fugla hugans án nokkurs endurgjalds.
Lögunum má hlaða niður af Dropbox, ásamt texta allra laganna, nótna fyrir þau öll og upplýsingum um verkefnið. Um er að ræða vel yfir fjórar klukkustundir af tónlist, sem einnig má finna á Spotify.
Fyrir þá sem vilja frekar kaupa diskapakkann þá fæst hann í Eymundsson.