fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Fókus

Sölva var hótað líkamsmeiðingum og lífláti af dæmdum hrottum og ofbeldismönnum

Fjölmiðlafólk rifjar upp erfið og furðuleg mál

Auður Ösp
Föstudaginn 26. janúar 2018 06:00

Sölvi Tryggvason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmiðlafólk á Íslandi starfar á fjölbreyttum vettvangi og enginn dagur er eins. Málin sem tekin eru til umfjöllunar eru jafn mismunandi og þau eru mörg og snerta allt litróf mannlífsins. Á sama tíma þrengir stöðugt að starfsumhverfi fjölmiðla á Íslandi, starfsöryggið er lítið sem ekkert, samkeppnin yfirdrifin og vinnutíminn allt annað en fjölskylduvænn. Persónuárásir og hótanir um málsóknir eru daglegt brauð. Það er því óhætt að fullyrða að flestir þeir sem kjósa að starfa á vettvangi fjölmiðla eru fyrst og fremst drifnir áfram af hugsjón.

Í seinasta tölublaði DV voru nokkrir af þekktustu lögfræðingum landsins beðnir um að rifja upp eftirminnilegar sögur af ferlinum. Í þetta sinn leitaði DV til valinkunnra einstaklinga úr fjölmiðlastétt og kennir þar ýmissa grasa.

Sölvi Tryggvason

Erfiðasta/átakanlegasta málið sem þú hefur fjallað um?

„Þrír ítarlegir heimildaþættir um barnagirnd, þar sem við skoðuðum meðal annars aðkomu íslenskra manna að alþjóðlegum barnaklámshring. Það var erfitt að grafa í þessum málum í nærri tvo mánuði samfleytt.“

Sölvi tók barnaníð fyrir í þremur þáttum af Málinu.
Veiddi barnaníðing í gildru Sölvi tók barnaníð fyrir í þremur þáttum af Málinu.

Hefur þér verið hótað í kjölfar fréttaflutnings eða fengið á þig kæru? Hafa störf þín í fjölmiðlum einhvern tímann haft áhrif á persónulegt líf þitt?

„Margoft, en misalvarlega. Það tók ekkert sérstaklega langan tíma að læra að láta hótanir um kærur sem vind um eyru þjóta, þar sem oftast var ekkert á bak við þær. En þegar mér var hótað líkamsmeiðingum og lífláti af dæmdum hrottum og ofbeldismönnum stóð mér ekki á sama. Ég svaf ekki heima hjá mér í nokkra sólarhringa í byrjun árs 2013 þegar það stóð sem hæst.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 5 dögum

Segir frá risafjárhæð sem Elon Musk bauð henni fyrir að þegja um fæðingu barns þeirra

Segir frá risafjárhæð sem Elon Musk bauð henni fyrir að þegja um fæðingu barns þeirra
Fókus
Fyrir 5 dögum

Benóný eða Benjamín, hvor er það?

Benóný eða Benjamín, hvor er það?
Fókus
Fyrir 6 dögum

Vara við fölsuðum útgáfum af Ozempic

Vara við fölsuðum útgáfum af Ozempic
Fókus
Fyrir 6 dögum

Sótti innblástur í berrassaða fyrrverandi eiginkonu fyrrverandi kærastans

Sótti innblástur í berrassaða fyrrverandi eiginkonu fyrrverandi kærastans