fbpx
Miðvikudagur 02.apríl 2025
Pressan

Rússneskt hátæknivélmenni var ekki allt þar sem það var séð

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 17. desember 2018 08:25

Mynd úr safni. Mynd:Show Robots

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég er góður í stærðfræði en ég vil líka læra að teikna og semja tónlist.“ Þetta sagði hátt, hvítt rússneskt vélmenni við áhorfendur um leið og það dansaði á sviðinu í ungmennaþætti rússnesku sjónvarpsstövarinnar Russia-24 um vélmenni og tækni tengda þeim. Sjónvarpsstöðin, sem er í eigu ríkisins, sagði vélmennið vera „eitt það fullkomnasta, sem til væri. En ekki var allt sem sýndist í þessu.

Enginn hafði áður heyrt eða séð þetta mjög svo greinda vélmenni og ástæðan fyrir því er góð. Vélmennið, sem var nefnt Boris, er ekki vélmenni. Hér var einfaldlega um mann að ræða sem klæddist vélmennabúningi. BBC skýrir frá þessu auk nokkurra annarra erlendra fjölmiðla.

Það voru bloggarar á rússnesku heimasíðunni Tjournal sem voru árvökulir og uppgötvuðu þetta. Þeir tóku eftir að engir skynjarar voru á vélmenninu, hreyfingar þess þóttu þeim full mannlegar auk annarra misbresta. Þeir komu því upp um sannleikann.

Síðan fóru myndir að birtast á samfélagsmiðlum þar sem mannsháls sást á milli höfuðs og líkama vélmennisins. Síðan var mynd dreift sem sýndi mann í búningnum en án höfuðfatsins.

Og hér sést höfuð stjórnanda vélmennisins.

Fyrirtækið Show Robots bar síðan kennsl á vélmennabúninginn sem er hægt að kaupa fyrir sem svarar til rúmlega 400.000 íslenskra króna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ný rannsókn – Erfðir skipta meira máli en það sem þú borðar

Ný rannsókn – Erfðir skipta meira máli en það sem þú borðar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hversu oft á að skipta á rúminu?

Hversu oft á að skipta á rúminu?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gera 500 götur í París að göngugötum

Gera 500 götur í París að göngugötum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta þénuðu geimfararnir sem sátu fastir í geimnum í 9 mánuði

Þetta þénuðu geimfararnir sem sátu fastir í geimnum í 9 mánuði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Barnið sagði að það væri skrímsli undir rúminu – Barnapían fékk áfall þegar hún kíkti sjálf

Barnið sagði að það væri skrímsli undir rúminu – Barnapían fékk áfall þegar hún kíkti sjálf
Pressan
Fyrir 4 dögum

Busavígsla fór úr böndunun: „Við viljum ekki tala um það sem gerðist fyrir framan hann“

Busavígsla fór úr böndunun: „Við viljum ekki tala um það sem gerðist fyrir framan hann“