Fréttablaðið skýrir frá þessu. Með tilkomu Landsréttar breyttist hlutverk Hæstaréttar mikið og velur dómstóllinn sjálfur hvaða mál hann tekur fyrir. Í flestum þeirra mála sem rétturinn hefur samþykkt að taka fyrir er vísað til að niðurstaða þeirra geti haft verulegt almennt gildi. Hæstarétti er einnig heimilt að taka mál fyrir ef ástæða er til að ætla að málsmeðferð fyrir héraðsdómi eða Landsrétti hafi verið stórlega ábótavant eða ef bersýnilegt er að dómur Landsréttar hafi verið rangur að formi eða efni.