fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Fréttir

Bára mætir fyrir héraðsdóm í dag – Biður fólk um að mæta ekki í gulum vestum

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 17. desember 2018 08:03

Bára Halldórsdóttir. Mynd/Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bára Halldórsdóttir, sem stóð að baki upptöku af samtali sex þingmanna á barnum Klaustri í nóvember, mætir í Héraðsdóm Reykjavíkur klukkan 15.15 í dag. Hún hefur verið boðuð fyrir dóminn þar sem fjórir skjólstæðingar Reimars Péturssonar, lögmanns, hafa lagt fram beiðni um vitnaleiðslur og öflun sýnilegra sönnunargagna vegna málsins.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að forsenda beiðni lögmannsins sé ákvæði í lögum um meðferð einkamála. Beiðnin verður ekki skilin öðruvísi en að dómsmál kunni að verða höfðað gegn Báru.

Boðað hefur verið til samstöðufundar með Báru fyrir utan Héraðsdóm í dag. Haft er eftir Rannveigu Ernudóttur, sem er skipuleggjandi fundarins, að mikilvægt sé að sýna Báru stuðning og að hún sé ekki ein og eigi þakklæti skilið. Á Facebooksíðu fundarins er fólk beðið um að geyma mótmælaaðgerðir og að sagt að Bára hafi beðið fólk um að mæta ekki í gulum vestum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Risasekt á Gísla og Eirík fyrir skattsvik í rekstri hreingerningarþjónustufyrirtækis

Risasekt á Gísla og Eirík fyrir skattsvik í rekstri hreingerningarþjónustufyrirtækis
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Blaðamaður Heimildarinnar hefur kært morðhótun Írisar Helgu til lögreglu – „Prinsippafstaða“

Blaðamaður Heimildarinnar hefur kært morðhótun Írisar Helgu til lögreglu – „Prinsippafstaða“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Snarpur jarðskjálfti fannst vel á höfuðborgarsvæðinu

Snarpur jarðskjálfti fannst vel á höfuðborgarsvæðinu
Fréttir
Í gær

Einar Kárason deilir átakanlegri frásögn um ekkju sem þurfti að losa sig við besta vin sinn og huggara – „Hann hafði engar röksemdir“

Einar Kárason deilir átakanlegri frásögn um ekkju sem þurfti að losa sig við besta vin sinn og huggara – „Hann hafði engar röksemdir“