Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá Amnesty. Þar er fjallað um stigvaxandi átök og ofbeldi í landinu en það gæti haft áhrif á forsetakosningarnar sem eiga að fara fram í febrúar á næsta ári. Muhammadu Buhari, forseti, sækist eftir endurkjöri en fyrsta kjörtímabili hans er að ljúka.
Kosningabarátta hans hefur sætt ásökunum um að hann hafi tekið afstöðu í deilum múslímskra fjárhirða og kristinna bænda. Amnesty segir að nígerísk yfirvöld hafi brugðist í málinu og hafi ekki rannsakað átökin eða dregið ofbeldismenn fyrir dóm. Þetta hafi valdið stigmagnandi átökum sem hafi orðið 3.641 að bana og rekið mörg þúsund manns á flótta frá heimilum sínum.