Það eru fjármálaráðherrann, Kristian Jensen, og Sophie Løhde, ráðherra nýsköpunarmála, sem hafa látið taka skrifstofur sínar svona hressilega í gegn. Þau eru bæði í Venstre. Danska ríkisútvarpið skýrir frá þessu en það fékk yfirlit yfir kostnaðinn afhentan á grunni upplýsingalaga.
Fjármálaráðuneytið segir að nauðsynlegt hafi verið að taka skrifstofu ráðherrans í gegn þar sem engar stórar endurbætur hafi verið gerðar á henni frá 1982. Þá hafi þurft að útbúa alveg nýja skrifstofu fyrir Sophie Løhde sem er fyrst ráðherra nýsköpunarmála.
Jafnaðarmönnum og Danska þjóðarflokknum, sem ver ríkisstjórnina vantrausti og tryggir setu hennar sem minnihlutastjórnar, finnst óskiljanlegt að svona miklum fjármunum hafi verið eytt í skrifstofurnar.
Meðal þess sem var keypt voru ný sjónvörp og teppi, stólar og gardínur.