fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Fókus

Skemmtilegt uppátæki á aðventu – Klæðast allar samstæðum jólakjólum

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 18. desember 2018 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við gerðum bara eina risastóra pöntun, svolítið eins og verið væri að kaupa íþróttabúninga á stórt félag,“ segir Stella Rut Axelsdóttir, deildarstjóri sérkennslu í Nesskóla í Neskaupstað, um samstæða kjóla sem kvenkyns starfsmenn við skólann skarta á föstudögum í desember. Í viðtali við Austurfrétt segir hún frá hvernig þetta skemmtilega uppátæki kom til.

„Við erum stór kvennavinnustaður og erum nokkrar sem eigum auðvelt með að draga hina í allskonar sprell. Þetta var bara hugmynd sem kom upp, reyndar ekki hér innanhúss hjá okkur, heldur flutti ein úr hópnum suður og var þessi háttur viðhafður á hennar nýja vinnustað,“ segir Stella Rut, en kvenkyns starfsmenn við Nesskóla í Neskaupstað eru flestir í eins kjólum alla föstudaga á aðventunni í ár.

Kjólarnir voru pantaðir erlendis frá í janúar síðastliðnum og vígðir á öskudaginn. „Það eru nú kannski ekki allir himinlifandi með kjólana en fara þó í þá fyrir stemmninguna og samstöðuna. Nemendum þykir þetta mjög skemmtilegt, það er gaman að brjóta hversdaginn upp og þetta hefur haft bætandi áhrif á móralinn,“ segir Stella Rut og bætir því við að karlkyns starfsmenn við skólann séu á þessum dögum með jólabindi eða eitthvað sambærilegt.

Kjóla, hárspangir og eyrnalokka í stíl?
Stella Rut segir ýmsar hugmyndir á lofti um framhaldið. „Þetta var ódýrt og gleður. Við höfum rætt að kaupa jafnvel annað sett, svona til að eiga þegar nýjir starfsmenn byrja. Þegar við erum í svaka stuði dettur okkur stundum í hug að eiga mismunandi kjóla fyrir hvern föstudag á aðventunni, jafnvel að vera með hárspangir og eyrnalokka, allt í stíl,“ segir Stella Rut og hlær.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Frosti úthúðar fyrrverandi vinnufélaga sínum

Frosti úthúðar fyrrverandi vinnufélaga sínum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Beverly Hills höll Bennifer formlega komin í sölu – Sjáðu myndirnar

Beverly Hills höll Bennifer formlega komin í sölu – Sjáðu myndirnar
Fókus
Fyrir 5 dögum

Eddie Vedder segist hafa verið hætt kominn – Pearl Jam hættu við tónleika í London sem margir Íslendingar ætluðu á

Eddie Vedder segist hafa verið hætt kominn – Pearl Jam hættu við tónleika í London sem margir Íslendingar ætluðu á
Fókus
Fyrir 5 dögum

Leikarinn steinrunninn á meðan myndband af eftirmála voðaskotsins var spilað

Leikarinn steinrunninn á meðan myndband af eftirmála voðaskotsins var spilað