fbpx
Laugardagur 19.apríl 2025
Fókus

Ellý Ármanns: „Ég fæ alltaf sáran sting í hjartað þegar ég sé bankastjóra Arion“

Tómas Valgeirsson
Laugardaginn 15. desember 2018 09:30

Ellý er hæfileikarík.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég hef beðið góðan guð að fyrirgefa mér í bænum mínum en ég losna ekki við samviskubitið. Ég bara losna ekki við það,“ segir athafnakonan Ellý Ármanns í stöðufærslu sinni á Facebook. Þar vísar hún í bréfasendingu til Höskuldar Hrafns Ólafssonar, bankastjóra Arion, og eftirsjá sem hún finnur fyrir.

Ellý veitti engan afslátt í bréfi sem hún sendi Höskuldi og harmar það.

Ellý sendi að eigin sögn Höskuldi afar andstyggilegt bréf þegar hún var nálægt því að missa heimilið sitt á síðasta ári. „Ég fæ alltaf sáran sting í hjartað þegar ég sé bankastjóra Arion,“ segir Ellý. „Mig langar voðalega mikið að biðja hann afsökunar.“

Í október á síðasta ári var Ellý ein fjögurra kvenna sem stigu í pontu á húsnæðisþingi og flutti erindi um leigumarkaðinn á Íslandi. Vísaði hún til þess að mygla og raki hefðu verið í húsnæðinu sem hún bjó í á þeim tíma. Þá sagði Ellý að leigumarkaðurinn á Íslandi ætti að vera eins og andrúmsloftið; maður eigi að vera öruggur, en sannleikurinn sé sá að við séum að kafna.

Ellý missti húsið sitt fyrir þremur árum og upplifði tímabil þar sem hún flutti með tíu ára dóttur sína á milli íbúða og herbergja víða á höfuðborgarsvæðinu. Þær mæðgur enduðu því á að flytja inn til elsta sonar Ellýjar, sem var þá 21 árs og leigði herbergi á 5. hæð í lyftulausu fjölbýlishúsi. Þar deildu þau baðherbergi og eldhúsi með íbúum í tveimur öðrum herbergjum.

Ellý býr í dag með kærasta sínum, Hlyni Jakobssyni, tónlistarmanni og einum eiganda Hornsins, í íbúð hans í Skuggahverfinu, en Hlynur var nýlega fluttur þangað úr Kópavogi, þegar leiðir þeirra Ellýjar lágu saman.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Daði nær óþekkjanlegur – Stutthærður með alskegg

Daði nær óþekkjanlegur – Stutthærður með alskegg
Fókus
Fyrir 2 dögum

Áfallið þegar hún komst að því að Steven Tyler væri pabbi hennar

Áfallið þegar hún komst að því að Steven Tyler væri pabbi hennar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Pedro Pascal sýndi trans konum stuðning í afmælinu sínu

Pedro Pascal sýndi trans konum stuðning í afmælinu sínu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ólafur var milli lífs og dauða – Kom heim til að deyja en fann sig í að aðstoða aðra – „Stundum hafa komið dalir“

Ólafur var milli lífs og dauða – Kom heim til að deyja en fann sig í að aðstoða aðra – „Stundum hafa komið dalir“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Nína fór í matarbúð í Portúgal og tók eftir miklum mun – „Verðlag á Íslandi er óþarflega hátt“

Nína fór í matarbúð í Portúgal og tók eftir miklum mun – „Verðlag á Íslandi er óþarflega hátt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Valli notaði stjórnsemi til að reyna að laga son sinn – „Endalaus óbein skilaboð um að ég elskaði hann ekki og að hann væri ekki nógu góður“

Valli notaði stjórnsemi til að reyna að laga son sinn – „Endalaus óbein skilaboð um að ég elskaði hann ekki og að hann væri ekki nógu góður“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ingunni var nauðgað en hún bar harm sinn í hljóði – „Ég var að drekka og fann fyrir mikilli skömm“

Ingunni var nauðgað en hún bar harm sinn í hljóði – „Ég var að drekka og fann fyrir mikilli skömm“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Villtar játningar, dónalegir draumar og fullnægjandi fantasíur í játningarklefanum

Villtar játningar, dónalegir draumar og fullnægjandi fantasíur í játningarklefanum