fbpx
Þriðjudagur 26.nóvember 2024
Fókus

Hera Hilmarsdóttir: „Ég vildi skilja hvernig það er að lifa án mannlegra samskipta“

Tómas Valgeirsson
Föstudaginn 14. desember 2018 21:30

Hera Hilmarsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan Hera Hilmarsdóttir er fyrsti íslenski leikarinn til að landa burðarhlutverki í Hollywood-stórmynd, hlutverki sem hún bjóst aldrei nokkurn tímann við að hreppa. Hún gaf sér tíma í öllu annríkinu til þess að fara með blaðamanni DV yfir hið gífurlega umfang ævintýramyndarinnar Mortal Engines og leiðina að þessu risastóra hlutverki. Hera leiðir okkur í gegnum dæmigerðan vinnudag á stóru kvikmyndasetti og álagið sem fylgir hlutverki af þessu tagi.

Aðspurð um áhuga sinn á leiklist segir hún: „Mér hefur alltaf fundist gaman að setja mig í spor annarra og blása lífi í sögur sem heilla mig, Þetta hefur í raun ekki breyst mikið frá mínum yngri árum. Mig langaði alltaf að verða leikkona. Nú er ég svo heppin að geta kallað þetta vinnuna mína í stað þess að það sé eitthvað sem ég fæ aðeins að gera í frítíma mínum, sem er frábært.“

Í myndinni Mortal Engines fer Hera með hlutverk hinnar þrautseigu og hefnigjörnu Hester Shaw, sem freistar þess að koma fram hefndum gegn morðingja móður sinnar sem einnig afmyndaði andlit hennar. Myndin kemur úr smiðju kvikmyndagerðarmannsins og ofurframleiðandans Peters Jackson og hefjast sýningar nú um helgina á Íslandi og um allan heim.

Þetta er brot úr stærra viðtali sem má lesa í heild sinni í helgarblaði DV

Kona í karlmannshlutverki

Hera segir það vera hægara sagt en gert að samþykkja hlutverk í kvikmynd af þessari stærðargráðu. „Þegar þú tekur að þér svona hlutverk ertu að skuldbinda þig í langan tíma, og hinum megin á hnettinum í þessu tilfelli,“ segir hún. „Þetta er nógu stór ákvörðun ef myndin væri aðeins ein, hvað þá ef þær yrðu fleiri. En á endanum blasti það við að tækifærið var of stórt til að sleppa því, auk þess þegar ég las handritið og meira um persónuna Hester og bækurnar sjálfar gat ég ekki annað en sagt já.“

Leikkonan bætir við að það sé fágætt að túlka jafn margslungna persónu í leiðandi kvenhlutverki og ekki síður í „blockbuster“-mynd, sem hún segir ekki gerast oft. Hún segir söguþráð Hester Shaw vera í raun vera týpískan og karllægan, í þeim skilningi að erkitýpa af þessari gerð er nær undantekningarlaust leikin af karlmönnum.

Aðspurð hvaða helstu áskoranir hafi fylgt hlutverkinu segir hún þær hafa verið margvíslegar. „Í fyrsta lagi snerist þetta um að skilja hvernig Hester líður og hvernig það er að bera jafn mikinn andlegan farangur hvert sem maður fer,“ segir Hera. „Einnig var mikilvægt fyrir mig að átta mig á því hvernig er að lifa með einhvers konar útlitsgalla.“

Hera og andlitsörið umtalaða.

Leikkonan segir þá tilbreytingu kærkomna að stórmynd bjóði upp á aðalpersónu sem er afmynduð í framan. Venjan hefur yfirleitt verið sú að glansinn í bransanum fyrirbyggi slíkt. Hún tekur þó skýrt fram að hún vilji ekki tala um að þetta sé galli heldur í raun og veru karaktereinkenni.

„Hester hins vegar upplifir sig sem gallaða og fólk dæmir hana út frá útliti hennar,“ segir Hera. „Ég vildi skilja hvernig það er að lifa án mannlegra samskipta eins og hún gerir og hvaða áhrif það hefur á viðkomandi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Skipulögð brotastarfsemi mikið áhyggjuefni

Skipulögð brotastarfsemi mikið áhyggjuefni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Endaði á spítala og í hjólastól eftir atriði í klámmynd – Mætt fyrir framan myndavélarnir degi seinna

Endaði á spítala og í hjólastól eftir atriði í klámmynd – Mætt fyrir framan myndavélarnir degi seinna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dularfull eftirlýsing lögreglunnar á Norðurlandi vestra vekur athygli – „Ætlið þið að vera með skemmtiatriði hjá þeim sem svara?“

Dularfull eftirlýsing lögreglunnar á Norðurlandi vestra vekur athygli – „Ætlið þið að vera með skemmtiatriði hjá þeim sem svara?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gleymið Bjarna og kökuskreytingunum – nú er það Bjarnapitsa – „Sjáið drenginn, hann á ekkert að vera að vinna á þingi“

Gleymið Bjarna og kökuskreytingunum – nú er það Bjarnapitsa – „Sjáið drenginn, hann á ekkert að vera að vinna á þingi“
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Prestur rekinn eftir að hafa hleypt Sabrinu Carpenter inn í kirkjuna

Prestur rekinn eftir að hafa hleypt Sabrinu Carpenter inn í kirkjuna