fbpx
Miðvikudagur 02.apríl 2025
Fókus

Katrín og Bjarni bjuggu í draugahúsi á Eyrarbakka: „Ég hef upplifað ótta í húsinu“

Tómas Valgeirsson
Föstudaginn 14. desember 2018 20:30

Katrín Júlíusdóttir. Mynd: DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gamla læknishúsið á Eyarbakka er kennt við draugagang. Óvænt dauðsföll hafa orðið þar á og mikil taugaveiki fólks sem hefur þar búið. Þetta staðfestir rithöfundurinn Bjarni M. Bjarnason, en hann hefur nýtt sér meinta draugahúsið til skrifta og slökunar með fjölskyldu sinni.

Bjarni segir frá reynslu sinni í helgarblaði Fréttablaðsins ásamt Katrínu Júlíusdóttur eiginkonu sinni. Þegar hann bjó fyrst í Læknishúsinu var hann tíu ára gamall og bjó þá með öldruðum frændum sínum, öðrum blindum og hinum mállausum. Þá kynntist hann sögu hússins vel. Árið 2011 bjó hann þar um tímabil með Katrínu Júlíusdóttur. Þá tóku þau þá ákvörðun um að flytja þangað tímabundið sökum þess að vera á milli húsnæða.

Á þeim tíma gegndi Katrín störfum iðnaðarráðherra og var ólétt af tvíburum. Bjarni segir frá lífi þeirra hjóna á þessum tíma og kafar ofan í sögu hússins í nýrri skáldsögu sinni, sem ber heitið Læknishúsið.

„Einhvern tímann var ég að ganga í nágrenninu og geng fram á krakkaskara sem spyr mig hvar ég búi. Þegar ég sagði þeim að ég væri í Læknishúsinu sögðu þau: Já, draugahúsinu. Ég var orðinn skrítni maðurinn, hálfur úr öðrum heimi,“ segir Bjarni.

Leið vel þar sem tvær stúlkur dóu

Katrín Júlíusdóttir. Mynd: DV

Að sögn Bjarna þorði Katrín aldrei að fara ein á klósettið á nóttunni. Hann skefur ekki af því í viðtalinu að það hafi óneitanlega verið sterk nærvera í húsinu. Tvær stúlkur, Vigdís og Valgerður, dóu í húsinu, „líklega úr taugaveiki. Þær hafa verið 12 og 21 árs gamlar. Ég fann mikið fyrir nærveru þeirra,“ segir Bjarni.

Þá segir hann að Katrín hafi verið mikið rúmliggjandi þegar þau bjuggu í húsinu og dvaldi oft í herberginu sem stúlkurnar dóu í. Hún tekur fram að henni hafi ekki þótt það óþægilegt, öllu heldur að henni hafi fundist nærvera stelpnanna hafa róandi áhrif.

„Mér finnst gott að vera inni í herberginu þar sem stúlkurnar létust. Þetta voru góðar stúlkur sem veiktust. “ segir Katrín. „En ég hef upplifað ótta í húsinu. Ég var langþreytt og Bjarni stakk upp á því að ég færi þangað til að hvíla mig. Fyrstu nóttina var ég enn þá andvaka klukkan fjögur. Það heyrist svona ýmislegt í húsinu, úti blæs vindur og það gnauðar. Ég beit á jaxlinn og sagði við mig: Nú gengur þú um húsið, skoðar hvern einasta krók og kima. Þetta er gamalt hús og saga í hverju herbergi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hanna Rún og Nikita sigruðu á Spáni – „Tilfinningin var mjög góð“

Hanna Rún og Nikita sigruðu á Spáni – „Tilfinningin var mjög góð“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragnhildur með skýr skilaboð – „Það tekur tíma að fella grímuna alveg en það er þess virði fyrir aukið sjálfstraust, sterkari sjálfsmynd, betri heilsu“

Ragnhildur með skýr skilaboð – „Það tekur tíma að fella grímuna alveg en það er þess virði fyrir aukið sjálfstraust, sterkari sjálfsmynd, betri heilsu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ósk og Sveinn selja ótrúlega lúxuskerru – Húsið sem þau leigja einnig á sölu

Ósk og Sveinn selja ótrúlega lúxuskerru – Húsið sem þau leigja einnig á sölu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Viðvarandi óviðeigandi daður getur haft alvarlegar afleiðingar

Viðvarandi óviðeigandi daður getur haft alvarlegar afleiðingar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bestu sparnaðarráð Katrínar Bjarkar – Þriggja poka reglan sem allir ættu að þekkja

Bestu sparnaðarráð Katrínar Bjarkar – Þriggja poka reglan sem allir ættu að þekkja
Fókus
Fyrir 5 dögum

Það er mikið líf á MARS

Það er mikið líf á MARS