Á mörgum heimilum er ansi gestakvæmt um jólin og því gott að eiga einhverjar kræsingar á lager sem auðvelt er að hita upp. Þessar fylltu kartöflur henta vel í það og eru gjörsamlega ómóstæðilegar.
Hráefni:
6 russet kartöflur
3 msk. ólífuolía
salt og pipar
1 stór laukur, skorinn í þunnar sneiðar
2 paprikur, skornar í þunnar sneiðar
650 g nautakjöt, skorið í þunna bita
1 tsk. þurrkað oreganó
2/3 bolli rifinn ostur
1 msk. fersk steinselja, söxuð
Aðferð:
Hitið ofninn í 200°C. Stingið kartöflurnar á nokkrum stöðum með gaffli og nuddið síðan 2 matskeiðum af olíu á þær og kryddið með salti og pipar. Raðið kartöflunum á ofnplötu og bakið í um klukkustund, eða þar til hýðið er stökkt. Leyfið kartöflunum að kólna þar til hægt er að meðhöndla þær með berum höndum. Búið til fyllinguna á meðan. Hitið restina af ólífuolíunni yfir meðalhita á pönnu og eldið lauk og papriku í um 5 mínútur. Bætið kjötinu saman við og kryddið með oreganó, salti og pipar. Eldið í um 5 mínútur, eða þar til kjötið er steikt í gegn. Skerið kartöflurnar í tvennt og skafið út mest af kartöflunni. Raðið kartöfluhelmingunum aftur á ofnplötuna og skiptið fyllingunni jafnt á milli þeirra. Drissið rifnum osti yfir herlegheitin. Bakið í 10 mínútur, eða þar til osturinn hefur bráðnað. Skreytið með steinselju og berið fram.