DV skýrði frá málinu fyrr í vikunni.
Egypsk yfirvöld eru nú að rannsaka málið en það er stranglega bannað að fara upp á pýramídan og þá er nekt á almannafæri og hvað þá kynlíf ekki eitthvað sem fer vel í Egypta og alls ekki þegar pýramídarnir eru í einu aðalhlutverkanna. Nú hafa eigandi kameldýra og kona verið handtekin vegna málsins en þau eru grunuð um að hafa aðstoðað Danina við að komast upp á topp pýramídans.
Egypsk yfirvöld segja að konan hafi komið Dönunum í samband við eiganda kameldýranna sem hafi farið með parið að pýramídanum gegn greiðslu. Konan og eigandi kameldýranna hafa játað sök og bíða nú réttarhalda.
Danski karlmaðurinn, Andreas Hvid, 23 ára, birti myndband á YouTube af ferðinni upp á topp pýramídans og þegar samferðakona hans afklæddist þar. Myndbandið hefur fengið margar milljónir áhorfa og hefur vakið mikla reiði í Egyptalandi eins og fyrr segir. Margir hafa tjáð sig um myndbandið í athugasemdakerfinu á YouTube og lýst yfir óánægju sinni með þetta uppátæki Dananna sem þeir segja óviðeigandi og vanvirðing við þær menningargersemar sem pýramídarnir eru.
Ekstra Bladet hafði eftir Andreas Hvid að hann hafi lengi átt sér þann draum að komast upp á topp pýramídans og taka myndir þar.
„Ég held mig fjarri Egyptalandi í framtíðinni því ég á líklegast dóm yfir höfði mér ef ég fer aftur þangað.“
Sagði hann í samtali við Ekstra Bladet.