The Washington Post skýrir frá þessu. Segir blaðið að feðginin hafi verið handsömuð af landamæravörðum nærri Lordsburg í Nýju Mexíkó en þau voru í hópi 163 flóttamanna.
Ekki liggur ljóst fyrir hvað kom fyrir stúlkuna á þessum átta klukkustundum sem liðu frá því að landamæraverðir handsömuðu hana og þar til hún lést. Hún fékk skyndilega mörg köst og var flogið með hana á sjúkrahús í El Paso í Texas þar sem hún lést.
Í yfirlýsingu frá bandaríska landamæraeftirlitinu kemur fram að stúlkan hafi hvorki fengið vott né þurrt dögum saman.