Jón Gnarr fer á kostum í nýjum auglýsingum fyrir VR, en þar bregður hann sér aftur í gervi Georgs Bjarnfreðarsonar, sem hann gerði að þjóðþekktri persónu í Vaktar þáttaröðunum.
Í fyrstu auglýsingunni er Georg yfirmaður og væntanlega eigandi verslunarinnar Georgskjör, er ung stúlka mætir til hans í atvinnuviðtal.
Þá var fjallað um aðstæður á vinnustað í auglýsingu númer tvö.
Í þeirri þriðju er fjallað um veikindarétt starfsmanna.
Í þeirri fjórðu er farið yfir jólahátíðina og hvernig vinnutíma skal háttað þá og kjörum starfsmanna.
Sjón er sögu ríkari:
Markmið VR með auglýsingunum er að vekja athygli á kjörum félagsmanna og Georg er ágætis viðmið um hvernig ekki á að gera hlutina. Auglýsingar verða alls fimm talsins.