Sir Alex Ferguson fyrrum stjóri Manchester United tók ráðum frá læknum um að sleppa síðasta heimaleik Manchester United.
Ferguson veiktist alvarlega á miðju ári en hefur verið að mæta aftur á leiki félagsins sem hann elskar.
Ferguson mætti á þrjá leiki á einni viku, hann fór á útileik gegn Southampton og heimaleiki gegn Arsenal og Young Boys.
Það tók á og heilsa Ferguson var ekki jafn góð og læknar vilja hafa hana, honum var því ráðlagt að sleppa leiknum gegn Fulham um liðna helgi.
Það gerði kauði en hann vonast til að mæta á Anfield á sunnudag þegar United heimsækir erkifjendur sína.