Lögreglan skýrði frá þessu á Twitter og sagði að maðurinn hafi fundist í loftstokknum og hafi slökkviliðsmenn bjargað honum úr prísundinni. Þá tók lögreglan við honum og setti hann í aðra prísund, fangageymslur sínar, eftir að hafa farið með hann á sjúkrahús til læknisskoðunar.
Það tók um eina klukkustund að losa manninn úr loftstokknum.