Kate Middleton hertogaynja bjó í íbúð í London, ásamt Pippu systur sinni, áður en hún hóf sambúð með Vilhjálmi Bretaprinsi. Foreldrar systranna keyptu íbúðina árið 2002 á 780 þúsund pund, en íbúðin var nýlega sett á sölu og hefur verðmiðinn aðeins hækkað, 1,95 milljón punda.
Íbúðin sem er staðsett í hinu vinsæla Chelsea hverfi er rúmgóð og björt á þremur hæðum, með þremur svefnherbergjum.
Kate býr nú ásamt eiginmanni sínum og þremur börnum þeirra í Kensington höll, í Flat 1A, en þangað fluttu þau 2012, eftir að húsnæðið var tekið rækilega í gegn, en breytingarnar kostuðu 4,5 milljónir punda. Þar eru meðal annars fimm móttökuherbergi, þrjú aðalsvefnherbergi, fataherbergi, líkamsrækt og fleira, allt mun stærra í sniðum en íbúð þeirra systra var.