fbpx
Sunnudagur 05.janúar 2025
Fókus

Habbý Ósk opnar sýningu í Hofi

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 15. desember 2018 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Myndlistarkonan Habbý Ósk opnar sýningu sína í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri laugardaginn 15. desember.

Habbý er fædd og uppalin á Akureyri en býr og starfar sem myndlistarkona í New York þar sem hún gerir það gott. Í listinni vinnur hún með ýmsa miðla og blandar þeim gjarnan saman í verkum sínum, til að mynda með samspili skúlptúra og ljósmynda af þeim. Hún vinnur með þemu líkt og varanleika, jafnvægi, tíma, þyngdarafl, hreyfingu og andhverfur þeirra. Habbý útskrifaðist með meistaragráðu í myndlist frá School of Visual Arts í New York 2009 og bachelorgráðu í myndlist frá AKI ArtEz Institute of the Arts í Enschede í Hollandi 2006. Hún hefur haldið einkasýningar á Íslandi og í Bandaríkjunum, tekið þátt í samsýningum víðsvegar um heiminn og gestavinnustofum.

Opnun sýningar Habbýar hefst klukkan 16 og eru allir velkomnir en sýningin stendur til 10. febrúar 2019. Sýningin er önnur myndlistarsýningin af fjórum sem settar verða upp í Hofi á starfsárinu. Nýlega lauk sýningu Brynhildar Kristinsdóttur, en í febrúar setur Þrándur Þórarinsson upp sýningu og í vor verður það myndlistamaðurinn Jón Laxdal sem sýnir verk sín í Hofi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Prófaði að fylgja mataræði Katrínar hertogaynju

Prófaði að fylgja mataræði Katrínar hertogaynju
Fókus
Fyrir 2 dögum

Janúar áskorun Sunnevu – Segir þetta raunhæfari útgáfu af áskoruninni sem umbreytir fólki

Janúar áskorun Sunnevu – Segir þetta raunhæfari útgáfu af áskoruninni sem umbreytir fólki
Fókus
Fyrir 5 dögum

Loksins skilin eftir 8 ára hatrammar deilur – Deilur um víngerð halda áfram

Loksins skilin eftir 8 ára hatrammar deilur – Deilur um víngerð halda áfram
Fókus
Fyrir 5 dögum

Þau eignuðust börn árið 2024

Þau eignuðust börn árið 2024
Fókus
Fyrir 6 dögum

Flugmaður Play fangar töfrandi sjónarspil úr háloftunum og gefur góð ráð – Svona nærðu flottum myndum af norðurljósunum

Flugmaður Play fangar töfrandi sjónarspil úr háloftunum og gefur góð ráð – Svona nærðu flottum myndum af norðurljósunum
Fókus
Fyrir 6 dögum

Ævintýralegt drama í Hollywood – Kærurnar ganga á víxl með ásökunum um ófrægingarherferð og óboðlega framkomu

Ævintýralegt drama í Hollywood – Kærurnar ganga á víxl með ásökunum um ófrægingarherferð og óboðlega framkomu