fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fókus

Dillon og Bulleit safna fyrir Geðhjálp og Rauða krossinn – Húðflúr gegn myrkrinu

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 13. desember 2018 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Blek er orðið áberandi í samfélaginu þar sem fólk leitar nýrra og hugmyndaríkra leiða til að tjá sig. Af því tilefni verður haldinn sannkallaður Bulleit Tattoo viðburður næsta laugardag kl. 19 á Dillon Laugavegi 30.

Á þessum dimmasta tíma ársins vill Dillon Whisky Bar hvetja karlmenn til að setja tilfinningar sínar í orð en algengasta dánarorsök íslenskra karlmanna á aldrinum 18-25ára eru sjálfsvíg. Dillon og Bulleit Bourbon ætla að sameina krafta sína og safna fé fyrir málefni Geðhjálpar og Rauða Krossins „Út með það.“

Dillon hefur haft samband við húðflúrsmeistara og blús hljómsveitir þannig að þetta verður viðburðarík upplifun næsta laugardag. Sjálf Andrea Jónsdóttir verður plötusnúður kvöldsins og blúshljómsveitirnar sem koma fram heita GG Blues og Strákarnir hans Sævars en þeir munu spila frægar ábreiður í sveitastíl.

Húðflúrmeistarar munu leika listir sínar og gera verk sem verða boðin upp. Einnig verða tattoo stuttermabolir með verkum eftir húðflúrmeistarana boðnir upp og ágóðinn renna til málefnisins. Bulleit Bourbon hefur verið í samstarfi við tattoo listamenn heimsins og gáfu nýverið út Bulleit Tattoo flösku sem verður einnig boðin upp á kvöldinu.

Það má búast við ljósmyndasýningu, lifandi tónlist, uppboði og frábærum tilboðum á mat og drykk.

Dillon hefur sett saman sérstakan Bulleit kokteilseðil ásamt matseðli en fólk mun geta keypt sér einstaka borgara með heimagerðri reyktri bourbon BBQ sósu og eplaköku í Kentucky stíl.

Viðburður á Facebook.

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Mynd af hjónunum á veitingastað vekur athygli: Sorglegur sannleikur sem flest pör þekkja

Mynd af hjónunum á veitingastað vekur athygli: Sorglegur sannleikur sem flest pör þekkja
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sniglasúpan tryggði Einari Leif Gaddakylfuna

Sniglasúpan tryggði Einari Leif Gaddakylfuna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Valin nettustu heyrnartólin fyrir heimavinnu 2024

Valin nettustu heyrnartólin fyrir heimavinnu 2024