fbpx
Laugardagur 04.janúar 2025

Becca Slater er einhent á súlunni

Erla Dóra Magnúsdóttir
Fimmtudaginn 13. desember 2018 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Becca Slater er 22 ára gömul kona frá Liverpool. Hún tapaði hægri hendinni eftir alvarlegt bílslys í janúar 2017 en lætur það ekki aftra sér frá íþróttaiðkunn. Hún vann upp styrk með því að leggja stund á Pole Fitness og getur í dag stundað flestar þær íþróttir sem hún stundaði fyrir slysið. 

Becca Slater hafði alltaf verið mikil íþróttakona. Hún lagði stundaði róður, jóga, pole-fitness og líkamsrækt.  Eftir slysið breyttist líf hennar mikið. Læknar reyndu allt hvað þeir gátu til að bjarga handlegg hennar en allt kom fyrir ekki. Hún var þó staðráðin í því að leyfa slysinu ekki að gera hana að einhverri sófakartöflu og áður en hún vissi af var hún mætt aftur á súluna.

Hún segir í samtali við miðilinn Femail hjá The Daily Mail að á slystað hafi verið lán í óláni að fagaðilar voru í nálægum bifreiðum.

„Fyrir stórkostlega lukku var hjúkrunarfræðingur í bílnum fyrir aftan mig, og í næsta bíl voru tveir slökkviliðsmenn svo ég var fljótt komin í góðar hendur.“

„Ég komst fljótt aftur til meðvitundar en gerði mér ekki grein fyrir hvað hefði gerst. Ég var á hvolfi með hægri fótinn út um brotinn glugga.“

Becca hafði slasast illa, bæði á hægri handleggnum sem og hægri fætinum.

„Ég man eftir óbærilegum sársauka í hægri ökklanum, ólíkt öllum öðrum sársauka sem ég hef nokkru sinni upplifað, verra var þó að ég fann fyrir engu fyrir neðan hægri olnbogann. Ég vissi þá að ástandið var alvarlegt.“

Sem betur fer komu hjúkrunarfræðingurinn og slökkviliðsmennirnir í næstu bílum mjög hratt að en þau hringdu eftir hjálp og  hughreystu Beccu.

Slökkviliðsmenn mættu fljótlega á slysstað til að klippa Beccu úr bílnum því næst kom sjúkrabíll sem rauk með hana á sjúkrahúsið.

„Á meðan var hringt í fjölskylduna mína til að segja þeim að ég hefði lent í bílslysi og væri með lífshættulega áverka, en þó lifandi.“

„Það hlýtur að hafa verið erfitt símtal, þar sem þeir þurfti líka að fá þau til að flýta sér sem mest þau máttu á sjúkrahúsið án þess að hræða þau of mikið.“

„Daginn eftir [slysið] var ég beðin um samþykki fyrir því að handleggurinn yrði tekinn.“

Becca trúði því varla að taka þyrfti handlegginn. „Það fyrsta sem ég sagði var „Þið eruð að fara mannavillt, handleggurinn á mér er í fínu lagi.“ En ég veit núna að þetta var það rétta í stöðunni.“

Áverkar Beccu voru of alvarlegir til að handleggnum yrði bjargað. „Jafnvel ef skurðlæknar hefðu getað bjargað handleggnum þá hefði ég ekki haft af  honum neitt gagn.“

Ákvörðunina um að fjarlægja handlegginn þurfti að taka með hraði og Becca hafði ekki mikinn tíma til að hugsa sig um.

„Ég fékk ekki nægan tíma til að melta þetta allt – til að hugsa um tilfinningalegu hliðina. Það var of mikið í gangi og ég hafði enga stjórn á aðstæðunum.“

Ökklinn hennar brotnaði líka  illa og hún þurfti að láta græða járn skrúfur og nagla í beinið. Eftir það þurfti hún að læra að ganga að nýju. Þegar hún hafði náð sér, um tveimur vikum seinna þá grátbað hún læknana um að leyfa sér að fara  heim.

„Það var ekkert meira sem þeir gátu gert, annað en að bíða og sjá hvort ég þyrfti að fara í fleiri aðgerðir vegna ökklans.“

Hún vildi ekki liggja í rúmi á spítalanum á meðan biðinni stæði, einhver annar gæti þurft meira á plássinu að halda. „Ég vildi bara komast heim og halda áfram með lífið mitt.“

Becca hélt endurhæfingunni áfram eftir að heim var komið,  og fór reglulega í sjúkraþjálfun og eftirfylgni. Það var þá sem hún fór aftur að hugsa um hreyfingu. Hún hafði verið í besta formi lífs hennar fyrir slysið og vildi ólm ná að byggja upp fyrri styrk. Hálfu ári eftir slysið fór hún aftur í ræktina.

„Ég var að taka svo margar verkjatöflur að minni mitt frá fyrstu tveimur vikunum á spítalanum eru mjög óljósar, en mér er sagt að strax eftir fyrstu aðgerðina hafi ég spurt læknanna „Get ég farið aftur í ræktina?“

„Það var hryllilegt að missa niður allan þann styrk sem ég hafði lagt svo mikið á mig að byggja upp“

Beccu hlakkaði mikið til að komast aftur af stað í ræktinni en þegar hún var þangað kominn blasti við henni breyttur veruleiki.

„Það tók mjög mikið á andlega. Ég leit í kringum mig á öll tækin sem mig langaði að fara í, en gerði mér grein fyrir að ég gæti það ekki. Ég þurfti að aðlagast og gera hlutina öðruvísi. Líkamlega hafði ég tapað miklum vöðvamassa svo ég varð auðveldlega þreytt.“

Við lok árs 2017 fór Becca í sinn fyrsta Pole-fitness tíma eftir slysið.

„Í fyrsta tímanum eftir þetta allt fór ég að gráta því ég gat þetta ekki lengur.“

„En ég var ákveðin í því að verða sterk aftur og hér er ég í dag.“

Einbeitt að því að ná árangri lofaði Becca sjálfri sér að  halda áfram að reyna og mætti tvisvar í viku í Pole tíma.

„Allt sem ég hafði gert einhent áður í Pole hafði ég gert með hægri hendinni, svo ég þurfti að byggja upp styrk í þeirri vinstri“

„Það var líka erfitt að ýta mér upp með hægri ökklanum því hann var enn mjög veikburða – en ég ýtti mér í gegnum það og fann nýjar lausnir“

Núna er Becca ekki bara komin aftur á súluna heldur er hún meðal annars farin að róa og stunda lyftingar aftur. Hún heldur úti bloggi sem kallast Hjálpar hönd (e. Helping hand) til að sýna öðrum sem hafa tapað útlim að þeir séu ekki einir.

„Líkamlega er ég enn að ná mér, andlega þá er ég mun sterkari núna“

Hún fór að blogga því henni hafði verið sagt að saga hennar ætti erindi við aðra.

„Með því að opna lífið mitt svona vil ég sýna öðrum að tilfinningar þeirra eigi rétt á sér og að þeir standi ekki einir.“

„Ég vona að með íþróttaiðkun minni hafi ég náð að sýna fram á að jafnvel þótt þú þurfir að gera hlutina öðruvísi þá látir þú samt engan standa í vegi fyrir þér.“

https://www.instagram.com/p/BqX6fAzBsro/?utm_source=ig_web_copy_link

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Launin hjá félaginu vekja mikla athygli – Einn maður langefstur á toppnum

Launin hjá félaginu vekja mikla athygli – Einn maður langefstur á toppnum
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Slot hissa eftir spurningu blaðamanns: ,,Nei ég er ekki að íhuga það“

Slot hissa eftir spurningu blaðamanns: ,,Nei ég er ekki að íhuga það“
Fókus
Fyrir 6 klukkutímum

Þetta gerist ef þú sleppir áfengi í janúar

Þetta gerist ef þú sleppir áfengi í janúar
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum
Salah kveður Liverpool
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Viðurkennir að þeir geti ekki elt Arsenal eða Liverpool í dag

Viðurkennir að þeir geti ekki elt Arsenal eða Liverpool í dag
Fókus
Fyrir 18 klukkutímum

Eigandi Airbnb-íbúðar í sjokki eftir að hann komst að því hvað fór fram þar

Eigandi Airbnb-íbúðar í sjokki eftir að hann komst að því hvað fór fram þar

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.