Emilía Björg Óskarsdóttir er tekin saman við Inga Örn Gíslason. Emilía gerði garðinn frægan á árum áður með stúlknapoppsveitinni Nylon. Emilía var með frá stofnun en hætti árið 2007, töluvert á undan hinum meðlimunum. Hún var áður gift flugmanninum Pálma Sigurðssyni og bjó í Reykjanesbæ. Þau voru saman frá árinu 2003 og gengu í hjónaband árið 2007. Nú er hún flutt í Norðlingaholtið.
Ingi Örn er annar tveggja framkvæmdastjóra Íslenskrar verkmiðlunar sem sérhæfir sig í að útvega fyrirtækjum starfsmenn. Líkt og Emilía á hann fortíð í tónlist og gaf út plötu undir listamannsnafninu Ingi.