fbpx
Föstudagur 29.nóvember 2024
FókusKynning

Dekur í desember

Kynning

Greifynjan snyrtistofa

Jóhanna María Einarsdóttir
Laugardaginn 19. nóvember 2016 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Greifynjan er rótgróin snyrtistofa í hjarta Árbæjar sem hefur verið starfrækt í 29 ár. Halldóra Stefánsdóttir tók við rekstri stofunnar í júní síðastliðnum. Halldóra hefur áralanga reynslu innan snyrtifræðinnar, hún er meistari í snyrtifræði, heilsunuddari, ilmolíufræðingur, var skólastjóri og kennari í Snyrtiskólanum í Kópavogi í sex ár. Á snyrtistofunni Greifynjunni starfa að meðaltali fimm snyrtifræðingar sem hafa áralanga reynslu í að meðhöndla húðina. Greifynjan leggur metnað sinn í að veita viðskiptavinum sínum alhliða þjónustu á sviði nudds og snyrtimeðferða, fyrir bæði kynin í rólegu og endurnærandi umhverfi.

Starfsfólk Greifynjunnar
Starfsfólk Greifynjunnar

Á þessum árstíma eru vinsælustu meðferðirnar ávaxtasýrumeðferð og demantshúðslípunarmeðferð. Markmið beggja meðferða er að vinna á mjög áhrifaríkan hátt á öldrunareinkennum húðar, grynnka línur og hrukkur og gera húðina mýkri, ferskari, hreinni og áferðarfallegri.

Í líkamsmeðferðum er heitsteinanudd alltaf mjög vinsælt hjá Greifynjunni. Í þeirri meðferð er líkaminn nuddaður upp úr sérvöldum ilmkjarnaolíublöndum sem eru sérstaklega sniðnar að þörfum viðskiptavinarins. Hvort tveggja heitir og kaldir steinar eru notaðir í meðferðinni. Þessi meðferð er unaðslegt dekur sem veitir mikla slökun og andlega vellíðan.

Greifynjan leggur mikinn metnað í að bjóða upp á alla nýjungar í faginu. Eitt af því vinsælasta í dag er Lash-lift augnháralyfting, sem er fullkomin meðferð fyrir þær sem eru með bein eða stutt augnhár, en einnig þær sem vilja vera með flott augnhár án þess að vera alltaf með maskarann og augnhárabrettarann. Meðferðin endist í allt að sex vikur.

Mjög vinsælt fyrir jólin er að gefa gjafakort, þar sem hægt að kaupa hvort sem er fyrir ákveðna upphæð eða tiltekna meðferð. Jólagjafakort Greifynjunnar eru í fallegum gjafapokum og tilbúin undir tréð. Starfsfólk aðstoðar við val á meðferðum og vinsælt er að kaupa Dekurpakka sem innihalda nokkrar mismunandi meðferðir. Hægt er að fá Dekurpakka bæði fyrir hann og hana. Greifynjan býður upp á þá þjónustu að senda gjafakortin til þeirra sem ekki þess ekki kost á koma við.

Huggulegt húsnæði
Huggulegt húsnæði

Greifynjan er staðsett að Hraunbæ 102, 110 Reykjavík.
Nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðu stofunnar, www.greifynjan.is
Snyrtistofan Greifynjan býður ykkur velkomin á Facebook-síðuna sína þar sem hægt að fylgjast með öllu því nýja og fá fræðslu, upplýsingar og fróðleik um það helsta sem er í boði á stofunni.
Hægt er að hafa samband í síma 587-9310 eða 771-3900 til að fá upplýsingar eða panta tíma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
19.03.2024

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“
Kynning
27.10.2023

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni