fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Leigusalinn vill bera Jóhann út: Jóhann flúinn til Danmerkur

Björn Þorfinnsson
Laugardaginn 15. desember 2018 09:00

Jóhann Ingólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eigendur atvinnuhúsnæðis að Þverholti 18  í Reykjavík hafa höfðað mál gegn Jóhanni Jónasi Ingólfssyni, eiganda Já iðnaðarmanna, fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í þeim tilgangi að fá Jóhann borinn út úr fasteigninni. Jóhann hefur leigt húsið undanfarið undir skrifstofu Já iðnaðarmanna en fram kemur að leigusamningnum hafi verið rift vegna vanefnda. DV hefur fjallað um tvö gjaldþrot rekstrarfélaga Já iðnaðarmanna undanfarin misseri en reksturinn er núna á þriðju kennitölunni. Ekki hefur tekist að birta Jóhanni stefnuna en í Þjóðskrá er hann skráður með óþekkt heimilisfang í Danmörku.

Eigendur umrædds húsnæðis í Þverholti eru hjónin Friðrik Skúlason og Björg Marta Ólafsdóttir í gegnum félagið Friðrik Skúlason ehf. Fasteignin er rúmlega 1.000 fermetrar að stærð, rúmlega 600 fermetra skrifstofurými og 400 fermetra bílakjallari. Skrifað var undir leigusamningin við Jóhann í júlí 2017 og var leiguverðið 1.650.000 krónur mánuði. Fasteignin var þó aðeins að litlu leyti notuð sem skrifstofa félagsins, þar gistu einnig erlendir verkamenn sem komu til starfa hjá Já iðnaðarmönnum. DV fjallaði um alvarlega uppákomu í húsnæðinu í júlí í sumar en þá dró egypskur hælisleitandi upp hníf í húsnæðinu í kjölfar þess að hann taldi sig vera svikinn um laun. Var sérsveit lögreglu kölluð til og handtók manninn.

Þverholt 18 í Reykjavík.

Afbrotaferill Jóhanns er langur. Hann var fyrst dæmdur fyrir þjófnað árið 1975 og hefur hlotið á þriðja tug dóma fyrir margs konar brot, meðal annars nauðgun og fíkniefnainnflutning.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007

Ákærður fyrir kynferðisbrot gegn systur sinni á árunum 2003 til 2007
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“

Sigurður Ingi skýtur hugmynd Miðflokksins í kaf: „Já, þetta er vitlaus hugmynd“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund

Gosið fór yfir Grindavíkurveg í nótt – Fer 300 metra á klukkustund
Fréttir
Í gær

Ákærð fyrir stórfellda líkamsárás á starfsmann Vinakots

Ákærð fyrir stórfellda líkamsárás á starfsmann Vinakots
Fréttir
Í gær

Salka Sól sendir borgarstjóra væna pillu – „Þú situr bara víst við þetta samningsborð Einar!“

Salka Sól sendir borgarstjóra væna pillu – „Þú situr bara víst við þetta samningsborð Einar!“
Fréttir
Í gær

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“

Nýju gögnin í Geirfinnsmálinu eiga að fara til Keflavíkur – „Þarna var sáð fræi sem varð að mesta réttarmorði Íslandssögunnar“
Fréttir
Í gær

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt

Enn fækkar í Þjóðkirkjunni og fjölgar í Siðmennt