Allir sem flutt hafa vita hversu erfitt og leiðinlegt það getur oft verið að fá vini, ættingja og jafnvel ókunnuga til að aðstoða við flutningana, enda segir máltækið: „Enginn veit hvað átt hefur fyrr en flutt hefur.“
Jóhann Eyvindsson og fjölskylda fluttu nýlega og ákvað Jóhann að hvetja vini sína til að aðstoða við flutningana með gamansömum hætti. Hann stofnaði viðburð á Facebook, sem hét að sjálfsögðu Við-burður og daglega fyrir flutningana póstaði hann mynd í viðburðinn með hvatningu til væntanlegra búslóðarbera.
Hvatningin tókst vel því eins og Jóhann segir: „Við fluttum 200 fm hús á 4 klukkustundum og þá var hver kassi kominn a sinn stað. Mjög vel mætt.“
Segir Jóhann flutningana alls ekki hafa verið leiðinlega, „Ekki í þetta skipti. Hef aldrei fengið eins mikla hjálp frá duglegu fólki.“