Til að reyna að stemma stigum við þessu íhugar innanríkisráðuneytið að kalla strandgæslubáta, sem nú eru við störf í Miðjarðarhafi, heim til að vakta Ermasund. Aðeins 33 kílómetrar eru á milli Frakklands og Bretlands þar sem styst er á milli. Þetta er ekki auðvelt sigling á litlum bátum en margir virðast reiðubúnir til að láta á þetta reyna í þeirri von að komast til Bretlands.
Ekki er vitað hversu margir bátar hafa komist yfir sundið enda kemst ekki upp um alla. Vitað er að á þremur vikum í nóvember komu að minnsta kosti 10 bátar með 100 manns til Bretlands. Frönsk yfirvöld segja að um 30 tilraunir til siglinga yfir sundið hafi verið gerðar síðan í byrjun október.
Þrír menn hafa verið dæmdir í átta ára fangelsi hvor fyrir að hafa flutt fólk ólöglega yfir sundið að minnsta kosti þrisvar sinnum. Þeir yfirfylltu gúmmíbáta sína og fóru með fólkið yfir sundið.