Snjókomu er spáð á hálendi í Skotlandi nú á fyrstu dögum vikunnar og sunnan við ensku landamæri síðar í vikunni. Spáð er allt að 5 stiga frosti í Skotlandi og norðvestanverðu Englandi. Á fimmtudaginn er síðan spáð vetrarveðri, hvassviðri, mikilli úrkomu og snjó í fjöllum. Þrátt fyrir að hitamælar muni ekki sýna mikið frost mun kuldinn bíta vegna vindkælingar.
Við verðum bara að vona að Bretar fyrirgefi okkur fyrr en síðar að hafa hrakið þá úr landhelginni, komið Icesavereikningnum af herðum okkar og að hafa sent þeim svona vetrarveður.