fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Fókus

Stefndi aldrei að vopnaðri byltingu

Ari Trausti var formaður maóistasamtaka – Stefnan beið pólitískt skipbrot –

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 20. nóvember 2016 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í umróti eftirhrunsáranna varð hér á landi mikil vakning í pólitískri þátttöku. Fjöldi fólks sem fram til þess hafði ekki látið sér til hugar koma að skipta sér af stjórnmálum reis upp frá eldhúsborðum hér og þar og ákvað að láta til sín taka. Ný stjórnmálasamtök voru stofnuð, sum hver hafa þegar lognast út af, og framboðið varð töluvert meira en eftirspurnin, ef svo má að orði komast. Í huga margra virtist það vera ákveðinn gæðastimpill að hafa aldrei komið nálægt pólitík áður, að ganga beint inn í framboð eða í flokksstarf, hvítþveginn og án allra fyrri pólitískra synda. En ekkert af þessu á við um elsta þingmanninn sem náði kjöri á Alþingi í síðustu þingkosningum, Ara Trausta Guðmundsson.

Ari Trausti stofnaði á áttunda áratugnum, ásamt hópi ungs fólks, maóistasamtökin Einingarsamtök kommúnista (marx-lenínistar), þekkt sem Eik (m-l). „Þetta litaði töluvert mitt líf því við vorum býsna dugleg. Þetta er það sem stundum er kallað villta vinstrið, hópar fólks sem ætluðu sér að byggja upp stjórnmálaflokk til vinstri við Alþýðubandalagið sem okkur þótti vera orðið helst til sósíaldemókratískt. Þetta tímabil stóð í um það bil tíu ár. Ég var formaður Eikarinnar og raunar einnig Kommúnistasamtakanna eftir að Eikin sameinaðist KSML en það var alveg undir lokin og hafði lítil áhrif. Þetta starf fjaraði síðan út af ýmsum ástæðum. Meðal annars var það að þessi pólitíska lína rímaði kannski ekki alltaf vel við íslenskan veruleika og svo var hitt að fólkið sem stóð í stafninum var þarna að vaxa úr grasi, stúdentarnir voru allt í einu búnir í námi, farnir að vinna, komnir með fjölskyldu og börn og eldmóðurinn var kannski ekki sá sami. En á hitt ber að líta að stefnan beið að mörgu leyti pólitískt skipbrot. Stemningin minnkaði og okkur skorti kannski framsýni til að verða að alvöru pólitísku afli. Við til dæmis buðum aldrei fram til kosninga, litum svo á að við værum lítil og alltof veik til þess.“

Menn voru raunsæir

-Trúðir þú á þessum tíma á alheimsbyltingu kommúnismans?
„Ég held ekki. Ég get bara talað fyrir mig en held að menn hafi verið töluvert raunsæir. Við litum á þetta sem áratugaverkefni sem ekki yrði framkvæmt nema með þátttöku fjöldans. Það var aldrei talað um vopnaða byltingu eða valdarán. Þetta var hugmynd um að hægt yrði að virkja stóran hluta íslenskrar alþýðu til að taka til sín völdin, hvort sem það væri í kosningum eða með einhvers konar allsherjarverkfalli. Það átti að byggja upp nýjar, lýðræðislegar valdastofnanir sem ekki lytu neinum hagsmunatengslum við auðvaldið. Sé horft á þetta með hlutlægu mati þá sést að þetta var stuttur kafli í íslenskri stjórnmálasögu sem var öðruvísi en aðrir kaflar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Nicole Kidman sögð ljúga um frægu ljósmyndina

Nicole Kidman sögð ljúga um frægu ljósmyndina
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dularfull dagsetningardeiling sjónvarpsstöðvanna veldur netverjum heilabrotum – „Hvað er í gangi? Samruni?“

Dularfull dagsetningardeiling sjónvarpsstöðvanna veldur netverjum heilabrotum – „Hvað er í gangi? Samruni?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jólalag Klöru verður einkennislag pakkasöfnunar í ár

Jólalag Klöru verður einkennislag pakkasöfnunar í ár
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sölvi hugrakkari, opnari og vinafleiri en áður – Flestir þögðu þegar stormurinn gekk yfir

Sölvi hugrakkari, opnari og vinafleiri en áður – Flestir þögðu þegar stormurinn gekk yfir