fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

Skaði opnar málverkasýningu – Skrímslin í skápnum

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 11. desember 2018 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skaði Þórðardóttir fjöllistakona opnar sýningu á verkum sínum í Gallerí 78 laugardaginn 15. desember kl. 16. Til sýnis verða málverk og teikningar unnin með blandaðri tækni.

 

„Verkin á sýningunni eiga það sameiginlegt að vera gerð þegar ég var í skápnum eða nýkomin út og var að átta sig á því hver ég væri í raun og veru,“ segir Skaði.

 

Skaði hefur haldið einkasýningar og tekið þátt í samsýningum bæði hér á landi og erlendis. Hún hefur komið víða fram og haldið tónleika meðal annars í Hollandi, Þýskalandi og á Íslandi. Á ferli sínum hefur hún flutt frumsamda tónlist og framleitt eigin tónlistarmyndbönd.

 

Skaði útskrifaðist af listnámsbraut Fjölbrautaskólans í Breiðholti árið 2011. Þremur árum síðar lauk hún BA námi í myndlist frá Konunglega Listaháskólanum í Haag í Hollandi. 

 

„Fyrir mér eiga allar myndirnar sína eigin tilveru og næstum sín eigin líf, þar sem allar þær fígúrur sem prýða myndirnar hafa sprottið fram af tilviljun frekar en af ásettu ráði. Þegar ég vinn myndirnar þá er ég í samræðum eða rifrildi við hina duldu veröld undirvitundar.“

 

Sýningaropnun er laugardaginn 15. desember kl. 16-18 og eru allir velkomnir, Gallerí 78, Suðurgötu 3, Reykjavík.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Elísabet Reynis um Ozempic – „Mitt svar er einfalt og hreint NEI!“

Elísabet Reynis um Ozempic – „Mitt svar er einfalt og hreint NEI!“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Annie Mist sendir óvildarmönnum sínum pillu – Ekki á frammistöðubætandi lyfjum

Annie Mist sendir óvildarmönnum sínum pillu – Ekki á frammistöðubætandi lyfjum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Guðni segist hafa sært, meitt og stolið: „En ég hef aldrei gert mistök“

Guðni segist hafa sært, meitt og stolið: „En ég hef aldrei gert mistök“