Storytel á Íslandi býður nú unnendum hljóðbóka tvær nýjar áskriftarleiðir, Storytel Family og Storytel Family Plus til viðbótar við einstaklingsleiðina. Á sama tíma opnar Storytel fyrir nýja leið, Kids Mode, sem fylgir frítt með öllum áskriftum. Nú getur öll fjölskyldan deilt bæði sögum og Storytel innan fjölskyldunnar og haft enn betri stjórn á stafrænni upplifun þjónustunnar, segir í tilkynningu frá Storytel.
Með Storytel Family getur öll fjölskyldan hlustað á sama tíma með því að greiða eitt áskriftargjald, sem stillt hefur verið í hóf. Storytel Family er þó annað og meira en greiðsluleið.
Storytel Family tengir saman eftir atvikum tvo eða þrjá sjálfstæða aðganga, eftir því hvaða leið er valin, með aðskildum bókahillum fyrir hvern notanda og persónumiðuð bókameðmæli byggð á lestrarmynstri hvers og eins. Hverjum aðgangi fylgir frír aðgangur fyrir börnin sem hægt er að nota á sama tíma í öðru tæki.
Samhliða þessum nýjungum hefur Storytel þróað efni og virkni fyrir ungt fólk í appinu þannig að aðeins efni sem er við hæfi barna birtist í Kids Mode.
Storytel býður tilboðsverð af fjölskylduáskriftum til og með 28. febrúar 2019 sem gengur þannig fyrir sig að fyrir Storytel Family greiðist sama verð og fyrir einstaklingsáskrift og fyrir Storytel Family Plus greiðist sama verð og verður fyrir Storytel Family.
Nánari upplýsingar má finna
hér.