fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fókus

Þórdís Karlsdóttir er Jólastjarnan 2018 – Gefur út Crazy

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 11. desember 2018 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jólastjarnan 2018 hefur verið valin og sú heppna heitir Þórdís Karlsdóttir, 13 ára söngsnillingur úr Mosfellsbæ. Mun hún koma fram á tónleikunum Jólagestir Björgvins 20. – 22. desember og syngja þar með helstu tónlistarmönnum landsins, á fimm uppseldum tónleikum í Eldborg, fyrir samtals tæplega átta þúsund gesti.

Jólastjarnan er valin á hverju ári og var afhjúpuð á sunnudagskvöld í Sjónvarpi Símans, í lokaþætti ársins. Keppnisrétt hafa allir söngelskir krakkar 14 ára og yngri og sækja mörg hundruð krakkar um á hverju ári.

Á endanum voru 12 ungir og efnilegir söngvarar valdir af dómnefnd til að taka þátt í keppninni í ár. Dómnefndina skipuðu þau Svala Björgvins, Jóhanna Guðrún og Björgvin Halldórsson. Allir keppendur stóðu sig með prýði og munu allir 12 koma fram á tónleikunum en einungis Jólastjarnan Þórdís fer með einsöng.

Til að fylgja þessum tíðindum eftir hefur Sena gefið út annað lagið sem Þórdís söng í þáttunum og tryggðihenni sigur, Crazy.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Gullni piparsveinninn með ólæknandi krabbamein

Gullni piparsveinninn með ólæknandi krabbamein
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gunnar Smári eldaði hamborgarhrygg úr glöðum grís

Gunnar Smári eldaði hamborgarhrygg úr glöðum grís
Fókus
Fyrir 3 dögum

Erna Hrönn tókst á við geranda sinn fyrir dómstólum og tapaði -Veit í hjarta sínu hvar skömmin á heima

Erna Hrönn tókst á við geranda sinn fyrir dómstólum og tapaði -Veit í hjarta sínu hvar skömmin á heima
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dóri DNA selur glæsilega íbúð í Skerjafirðinum

Dóri DNA selur glæsilega íbúð í Skerjafirðinum