fbpx
Föstudagur 29.nóvember 2024
Fókus

Beatty sá Dylan fyrir sér sem Clyde

Kolbrún Bergþórsdóttir
Fimmtudaginn 10. nóvember 2016 10:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinn 79 ára gamli leikari og leikstjóri Warren Beatty er ekki dauður úr öllum æðum. Hann leikstýrir, framleiðir og fer með eitt aðalhlutverkið í myndinni Rules Don’t Apply og er jafnframt handritshöfundur hennar. Beatty sást síðast á hvíta tjaldinu árið 2001 í myndinni Town & Country.

Rules Don’t Apply gerist í Hollywood á sjötta áratug síðustu aldar og segir frá ástarævintýri ungrar leikkonu og bílstjóra hennar en yfirmaður þeirra Howard Hughes er síður en svo sáttur við samdrátt þeirra. Meðleikarar Beatty í myndinni eru eiginkona hans, Annette Bening, Matthew Broderick, Lily Collins, and Alden Ehrenreich.

Árið 1967 þegar Beatty var 29 ára framleiddi hann myndina Bonnie og Clyde og fór með hlutverk glæpamannsins Clyde Barrow. Nýlega sagði Beatty frá því að hann hefði, þegar til tals kom að hann færi með hlutverkið, sagt við handritshöfund myndarinnar, Robert Benton, að Bob Dylan væri maðurinn sem ætti að leika Clyde. Beatty skipti síðan um skoðun og tók að sér hlutverkið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Varpa ljósi á síðustu augnablik Liam Payne – Pantaði vændiskonur og fíkniefni

Varpa ljósi á síðustu augnablik Liam Payne – Pantaði vændiskonur og fíkniefni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segist vera hársbreidd frá því að hefja kynferðislegt samband með systur sinni

Segist vera hársbreidd frá því að hefja kynferðislegt samband með systur sinni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fór að leita að norðurljósum á Íslandi en fann nokkuð enn sjaldséðara

Fór að leita að norðurljósum á Íslandi en fann nokkuð enn sjaldséðara
Fókus
Fyrir 3 dögum

Opinbera kyn fyrsta barnabarns auðkýfingsins Róberts Wessman

Opinbera kyn fyrsta barnabarns auðkýfingsins Róberts Wessman