Hinn 79 ára gamli leikari og leikstjóri Warren Beatty er ekki dauður úr öllum æðum. Hann leikstýrir, framleiðir og fer með eitt aðalhlutverkið í myndinni Rules Don’t Apply og er jafnframt handritshöfundur hennar. Beatty sást síðast á hvíta tjaldinu árið 2001 í myndinni Town & Country.
Rules Don’t Apply gerist í Hollywood á sjötta áratug síðustu aldar og segir frá ástarævintýri ungrar leikkonu og bílstjóra hennar en yfirmaður þeirra Howard Hughes er síður en svo sáttur við samdrátt þeirra. Meðleikarar Beatty í myndinni eru eiginkona hans, Annette Bening, Matthew Broderick, Lily Collins, and Alden Ehrenreich.
Árið 1967 þegar Beatty var 29 ára framleiddi hann myndina Bonnie og Clyde og fór með hlutverk glæpamannsins Clyde Barrow. Nýlega sagði Beatty frá því að hann hefði, þegar til tals kom að hann færi með hlutverkið, sagt við handritshöfund myndarinnar, Robert Benton, að Bob Dylan væri maðurinn sem ætti að leika Clyde. Beatty skipti síðan um skoðun og tók að sér hlutverkið.