Kristinn Rúnar Kristinsson hefur barist við geðhvörf í tæpan áratug og lent í ýmsum skrautlegum uppákomum í því alsæluástandi sem því fylgir. Hann skrifaði bókina Maníuraunir: Reynslusaga strípalingsins á Austurvelli og ferðast nú um landið að kynna bókina sína. Á föstudaginn hélt hann útgáfuhóf í Pennanum á Akureyri, hann gaf Fókus góðfúslegt leyfi að birta myndirnar.