„Ég hitti þá í síðustu viku og við erum búnir að ræða hlutna. Það gæti skýrst eitthvað í vikunni,“ sagði Helgi Kolviðsson við Fótbolta.net í dag.
Þar á Helgi við Liechtenstein en hann leitar sér að nýju starfi í fótboltanum.
Helgi lét af störfum með íslenska landsliðið eftir að Heimir Hallgrímsson hætti með liðið.
Helgi var aðstoðarþjálfari Heimis með landsliðinu en leitar sér nú að nýju starfi.
Fleiri koma til greina hjá Liechtenstein en mál Helga ættu að skýrast í vikunni.